Kólnar í vikunni

Veðurspáin gerir nú ráð fyrir tveimur aðskyldum kuldahretum.  Hinu fyrra, sem er minniháttar, er spáð í nótt og í fyrramálið. 

hirlam_thykkt500_2011051512_18.gifKöld lægð er á sveimi á Grænlandshafi fyrir vestan okkur.  Hún er á leið til austurs yfir landið í nótt og fyrramálið.  Umhverfis hana er skúra- og éljaloft.  Kortið sem hér fylgir er spákort kl. 06 í fyrramálið af Brunni Veðurstofunnar.  Það sýnir í raun kalda kjarnann (þykkt 500/1000 hPa) og hita í 850 hPa (um 1300 metra hæð).  Kjarninn berst súðan yfir landið á morgun, en yfir daginn og þá kemur sólinn til hjálpar og hita yfirborðið.  Því verður ekki svo kalt.  Þó má gera ráð fyrir éljum í nótt á fjallvegunum á Vestfjörðum og einnig á Holtavörðuheiði og eins á Snæfellsnesi.   Annað kvöld verður komin N-átt og þá kólnar aftur um landið norðvestan- og vestanvert.   Víða mun frysta eða kólna alveg niður undir frostmark á þeim slóðum um nóttina. 

Undir helgina, sennilega á föstudag er síðan spáð nokkuð eindregnu N og NA-hreti.  Of snemmt er að geta sér til um vindstyrk eða úrkomuákefð með þessu, en nokkuð víst er að það mun kólna talsvert um norðan- og norðaustanvert landið.  Aðdragandi þess verður í þá veru að tvær frekar en ein lægð  með A- og NA-átt verða á ferðinni fyrir sunnan og austan landið.  Á endanum verður dýpkun sem leiðir til þess að það opnast fyrir heimskautaloft úr norðri suður yfir landið.

picture_1_1083849.pngLæt fylgja hér með spárit VÍ fyrir Öxnadalsheiði og af því að dæma er útlit fyrir að þar kólni með slyddu og síðar snjókomu strax á fimmtudag.

Fróðlegt verður að fylgjast með þessu, en maður var að vona í lengst lög að við mundum sleppa að mestu við vorhretin að þessu sinni.  En auðvitað er það ekkert annað en óskhyggja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband