15.5.2011
Kólnar í vikunni
Veðurspáin gerir nú ráð fyrir tveimur aðskyldum kuldahretum. Hinu fyrra, sem er minniháttar, er spáð í nótt og í fyrramálið.
Köld lægð er á sveimi á Grænlandshafi fyrir vestan okkur. Hún er á leið til austurs yfir landið í nótt og fyrramálið. Umhverfis hana er skúra- og éljaloft. Kortið sem hér fylgir er spákort kl. 06 í fyrramálið af Brunni Veðurstofunnar. Það sýnir í raun kalda kjarnann (þykkt 500/1000 hPa) og hita í 850 hPa (um 1300 metra hæð). Kjarninn berst súðan yfir landið á morgun, en yfir daginn og þá kemur sólinn til hjálpar og hita yfirborðið. Því verður ekki svo kalt. Þó má gera ráð fyrir éljum í nótt á fjallvegunum á Vestfjörðum og einnig á Holtavörðuheiði og eins á Snæfellsnesi. Annað kvöld verður komin N-átt og þá kólnar aftur um landið norðvestan- og vestanvert. Víða mun frysta eða kólna alveg niður undir frostmark á þeim slóðum um nóttina.
Undir helgina, sennilega á föstudag er síðan spáð nokkuð eindregnu N og NA-hreti. Of snemmt er að geta sér til um vindstyrk eða úrkomuákefð með þessu, en nokkuð víst er að það mun kólna talsvert um norðan- og norðaustanvert landið. Aðdragandi þess verður í þá veru að tvær frekar en ein lægð með A- og NA-átt verða á ferðinni fyrir sunnan og austan landið. Á endanum verður dýpkun sem leiðir til þess að það opnast fyrir heimskautaloft úr norðri suður yfir landið.
Læt fylgja hér með spárit VÍ fyrir Öxnadalsheiði og af því að dæma er útlit fyrir að þar kólni með slyddu og síðar snjókomu strax á fimmtudag.
Fróðlegt verður að fylgjast með þessu, en maður var að vona í lengst lög að við mundum sleppa að mestu við vorhretin að þessu sinni. En auðvitað er það ekkert annað en óskhyggja !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.