16.5.2011
Ekki vor á Steingrímsfjarðarheiði
Tók út mynd af vefmyndavél Vegagerðarinnar frá því kl. 07:40 í morgun. Það er ekki beint vorlegt á heiðinni enda búið á ganga á með éljum frá því gærkvöldi. Yfirferð um myndavélar Vegagerðarinnar sýna að föl er einnig yfir nú þennan morguninn á Þröskuldum og á Bröttubrekku. Hins vegar vegurinn yfir Holtavörðuheiði auður. Einnig hafa verið él og jörð er hvít vestar, á Klettshálsi, Mikladal og á Hálfdán.
Sólin nær að bræða frá í dag, en í kvöld kólnar síðan aftur. Þá verður komin N-átt og með snjókomu eða éljagangi alveg niður undir byggð á norðanverðum Vestfjörðum.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 08:23 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.