Síðustu tvo sólarhringa hefur verið sérlega úrkomasamt á Austfjörðum. Þannig vakti það athygli í gærmorgun að á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði mældust 118,0 mm í gærmorgun (19. maí). Sigðurður Þór Guðjónsson benti þá á að aldrei hefði fallið eins mikil sólarhrinhgsúrkoma í maí á þessu landssvæði og með meira móti á þessum árstíma á landsvísu, en maí er að jafnaði þurrasti mánuður ársins. Aftakaúrkoma er líka mun fátíðari að vorlagi og snemmsumars en á öðrum árstímum.
Í morgun var síðan komið að Neskaupstað, en kl. 09 í morgun hafði sólarhringsúrkoman mælst annars vegar 125 mm og hins vegar 99 mm. Skýringin á þessu er sú að Neskaupstaður státar af tveimur úrkomumælum. Annar er af hefðbundinni gerð staðsettur "niður á bökkunum" og er hann tæmdur hvern morgunn. Þar mældustu 99 mm. Hinn er sjálfvirkur uppi í hlíðinni í 50 metra hæð. Þar var var úrkoma sem sagt meiri eða 125 mm. Þessi munur sem vissulega er töluverður er alveg hægt að skýra með ólíkri staðsetningu þó ekki sé langt á milli þeirra. Það er vel þekkt hvað úrkomuákefð getur breyst mikið á tiltölulega stuttri vegalengd. Ekki skal heldur útiloka að ólík mælitækin og mælingatæknin eigi einhvern hlut, en nær öll úrkoman féll sem rigning og slydda í hiti um 1 til 3°C.
Þess má geta að 79 mm bættust við á Skjaldþingsstöðum í morgun. Talsvert minni úrkoma mældist annars staðar á fjörðunum, þó mest á annesjunum s.s. á Dalatanga og Desjarmýri á Borgarfirði. Á Héraði virðist úrkomumagnið aðeins hafa verið lítið brot af því sem kom í mælana niðri á fjörðum.
Kortið hér að neðan er fengið hjá Samsýn af ja.is og sýnir staðsetningu úrkomumælanna í Neskaupstað.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talandi um Bakkana við Neskaupstað. Einu sinni á stjórnarárum Bjarna bæjarstjóra Þórðarsonar kom á skrifstofuna til hans maður nokkur, sem þekktur var af því að binda bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir. Gesturinn kom inn án þess og heilsa og bauð Bjarna að koma með sér út á Bakkabakka. "Nú, ég má nú varla vera að því góur," sagði Bjarni, "og hvað eigum við að gera þangað?" "Ég ætla að drepa þig þar", sagði gesturinn með grafarraust. "Nú," sagði Bjarni hinn rólegasti, "það er svo skolli langt þangað, ég nenni því varla fyrir ekki merkilegra erindi". "Langt?" sagði gesturinn. "Langt? Þú þarft nú ekki að kvarta, þú þarft bara að labba aðra leiðina en ég báðar!"
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.