Ný tunglmynd: Askan í háloftunum greinileg á stóru svæði

MODIS myndin sem hér birtist er löguð til af Ingibjörgu Jónsdóttur dósent á Jarðvísindastofun Háskóla Íslands. Hún er tekin kl. 13:04.  Mjög vel sést í brúna öskudreifina sem nær orðið yfir víðfemt svæði um austurhluta landsins og eins talsvert langt til suðurs frá Vatnajökli. Þá eru slæður úti fyrir Suðurlandi talsvert vestar. (tvísmella á myndina fyrir fulla upplausn). Á Kambabrún fyrir hádegi sá ég greinilega öskumóskuna hátt á austurhimninum.

Við skulum þó hafa hugfast þegar við skoðum þessa mynd að við horfum yfir sviðið ef svo má segja og ofan á þá atburði sem nú eru í gangi.  Það er ekki þar með sagt að öskufall sé til jarðar á öllum þessum svæðum heldur er móskan til marks um dreifingu mjög hátt í lofthjúpnum.  Þétt öskufall til jarðar nær yfir mun minna svæði og þar ráða vindar í lægri lögum mestu.  Vegna þess hvað hægur vindur hefur blásið þarna hátt uppi og af breytilegri átt hafa fín gosefni náð að dreifast um stórt svæði. Þetar eru frekar óvenjulegar aðstæður vindafars í 7-12 km hæð, en oftar blása þar hvassir og frekar stöðugir vindar.

Ekki er heldur útilokað, sérstaklega undan Suðurlandi að fok Eyjafjallajökulsösku eigi þarna líka hlut að máli.  Í þetta þurru veðri og ákveðinni NA-átt við jörð rjúka fínefni auðveldlega s.s. á Markarfljótsaurum. 

 grimsvotn201105221304/Ingibjörg Jónsdóttir/MODIS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Takk fyrir þessa slóð Ágúst !

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 23.5.2011 kl. 06:55

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Gæti maður fengið útskýringu á þetta kort Ágúst. Hvað sýnir það?

Torfi Kristján Stefánsson, 23.5.2011 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband