23.5.2011
Gosmökkurinn mun lægri í nótt
Vel má sjá á ratsjármyndum á vef Veðurstofunnar að gosmökkurinn hefur ekki náð í nema 6 til 8 km hæð í nótt og í morgun. Lækkun hans þarf þó ekkert að segja um kraftinn í gosinu. Órarit Grímsfjalla frá Veðurstofunni sýnir í það minnsta ekki sýnilega minnkun óróans. Hins vegar getur lækkunin stafað af því að vatn komist ekki lengur í gosrásina og því ekki gufusprengingar eins og var raunin fyrsta sólarhringinn. Gufusprengingarnar ásamt þeirri staðreynd að fremur hægviðrasamt var fyrstu klukkustundir gossins geði það að verkum að strókurinn náði hærra en ella.
Það er vatnsgufan sem berst hæst. Hleðslumunur sem hún veldur við bæði gosefnin lægra í stróknum og við yfirborð jarðar olli þessum ótölulega fjölda eldinga. Talningar á eldingum leiða líka í ljós að niðursláttur þeirra hefur dregist mjög saman eins og meðfylgjandi rit af sérstakri eldingasíðu Veðurstofunnar sýnir. Má e.t.v. draga þá ályktun út frá því að gufumyndun hafi minkað mjög mikið um kl. 18 og eldingatíðnin þar með.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
6 eldingar á sekúndu þegar mesti hasarinn var. Er það rétt athugað? Það er nánast samfelldur logi!
Jón Steinar Ragnarsson, 23.5.2011 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.