Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðvísindastofnun HÍ miðlar hverri myndinni á fætur annarri til okkar. Þessi sem hér sést var tekin fyrr í dag (23. maí) og ættuð úr smiðju Dundee. Lægðasnúður er yfir norðanverðum Bretlandseyjum og svona eins og í mótsögn við fegurðina birtist ljótleikinn í gosstróknum sem nær langt á haf út suður af landinu og ógreinilegri taumur þaðan til suðvesturs.
Suðurströndin er að mestu hulin skýjum og uppi í horninu sést í sjóinn fyrir vestan landið. Gosmökkurinn er nokkuð samfelldur nokkra tugi kílómetra suður fyrir landið í þeirri NNA-átt sem er á þessum slóðum.
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veit ekki hvort það er hægt að kalla þetta gosmökk, er þetta ekki mest fok? Náði um 800 km frá gosstöðvunum. Kær kveðja og takk fyrir góða umfjöllun.
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 19:23
Sennilega er það rétt Inga ! Í hvassri NNA-áttinni berst vitanlega mikið fokefni af landi í bland við ösku beint frá gosstöðvunum. Við kynntumst því líka í Eyjafjallajökulsgosinu hvernig hvass vindur var þess megnugur að keyra mökkinn niður. En auðvitað blandast þetta allt saman eins og við þekkjum í venjulegu hríðarkófi. Hvað er þá ofankoma og hvað skafrenningur ??
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 23.5.2011 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.