23.5.2011
Dreifingaspá HYSPLIT
Sýni hér dreifingaspá HYSPLIT frá bandarísku NOAA stofnuninni. Annars vegar dreifingu gosefna sem komu upp í Grímsvötnum kl. 18 í dag og hægri myndin sýnir dreifingu eins og henni er spáð kl. 06 í fyrramáli. Þá eru líkur til þess að kjarninn verði aðeins austar en í dag, þ.e, niður yfir Fljótshverfi og Skeiðarársand.
Frá þeim upplýsingum sem við höfum úr þessu gosi virðist sem mest af gjóskunni dreifist frá um 2 til 3 km hæð. Þó gösmökkurinn sé hærri og aska fari í einhverjum mæli mun ofar, berst samt mest af gjóskunni með vindum út frá þessari hæð. Spárnar eru sk. klasaspár með reiknuðum 24 ferlum. Þær má túlka sem nokkurs konar líkindadreifingu ferlanna næstu 6 klukkustundirnar. Þessar spár gáfu ágæta raun í Eyjafjallajökulsgosinu.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Og kærar þakkir fyrir allar þessar upplýsingar.
Ég verð að viðurkenna að miðað við það sem sést á veðurradar Veðurstofnunar,
öskuveðurspá bresku veðurstofunar sem þú lést okkur líka fá veffangingið á.
Og svona núna þessar nýjustu myndir sem eru þær saklausustu.
Þá skil ég ekki af hverju það er flogið frá Keflavík.
Er engin aska á hækkunarferli venjulegrar þotu frá Keflavík???
Viggó Jörgensson, 23.5.2011 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.