Helgarhorfur 27. til 29. maí

Logo_sem_mynd

Allar líkur eru á að helgin verði fremur vætusöm, sérstaklega um landið austanvert. Það hlýnar heldur á morgun föstudag, annars leyfir ekkert af hitanum á landinu. Vætan er kærkomin suðaustanlands, en austan- og norðaustantil hefur úrkoma upp á síðkastið verið gríðarlega mikil og í sjálfu sér vantar þar ekki vatn. Hins vegar tekur upp snjó í fjöllum og líklega verða ár og lækir með fjörugra móti.

Annars verður þetta svona í stórum dráttum:

Föstudagur 27. maí:

Lægð verður upp í landsteinunum og skil með úrkomu á leið austur yfir landið.  Talsverð rigning suðaustanlands um miðjan daginn og dálítil rigning í flestum landshlutum.  Víða rofar þó til vestan- og suðvestantil þegar kemur fram á daginn og sólin skín.  Þó verða menn þar ekki alveg lausir við einhverjar skúraleiðingar þar með lægarmiðjuna þetta nærri.  SA-átt, strekkingsvindur norðaustanlands, en annars  fremur hægur vindur.  Hiti þetta 7 til 12 stig þar sem best lætur. 

Laugardagur 28. maí:

Þungbúið austan- og norðaustanlands og þar dálítil rigning eða suddi meira og minna allan daginn. Annars verður veður mun skaplegra og sólon ætti að ná að skína, a.m.k. annað veifið vestanlands og eins vestantil á Norðurlandi.  Hiti þar alltað 11 til 13 stig þegar best lætur.  Rigningarskúrir sunnanlands og undir kvöld einnig suðvestanlands. Á Vestfjörðum er útlit fyrir strekkings vind af NA, en þó gæti hann haldist að mestu þurr á þeim slóðum. 

Sunnudagur 29. maí:

Lægð er spáð til austurs fyrir sunnan land og þá hallar vindur sér smám saman til norðausturs og verður strekkingsvindur víða um land þegar líður á daginn.  Ekki þó á Höfuðborgarsvæðinu og eins í Vestmannaeyjum sem njóta skjóls í þessari vindátt. Suðvestantil er útlit fyrir að nokkuð bjart verði, dálítil væta suðaustantil og talsverð rigning á Austurlandi og norðaustanlands.  Þar fer kólnandi um kvöldið og líkur eru á snókomu til fjalla um landið norðaustanvert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband