Júgurský á fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins

_mg_2816_cr2-1.jpgJúgurský er fremur fátíð skýjamyndun og hana má einna helst sjá í hitabeltinu eða undir öflugum skúraskýjum mun hlýrri svæða en á norðurhjara okkar slóða.  Júgurský er íslensk þýðing á mammatuscumulus eða cumulus mammatus.  Ský sem þessi geta stundum verið fyrirboði skýstróka  í Bandaríkjunum.

Segja má einmitt með réttu að gosmökkur sprengigoss hafi ýmislegt sammerkt með öflugustu skúraklökkum þar sem uppstreymið er er knúið áfram af hitagjafa við yfirborð.

Myndina  tók Óðinn Eymundsson frá Hornafiði kl. 20:50 kvöldið sem gosið hófst laugardaginn 21. maí. Sér til vesturs, yfir Heinabergsjökul og dökkleit eða brúnleit skýin í á að giska 2000 metra hæð bera það með sér að þau innihalda annað og meira en eingöngu vatn.  

Það er eitt einkenni júguskýja að þau myndast gjarnan þegar uppstreymið nær ekki að rjúfa sér leið sig upp í gegn um hitahvarf eða stöðugt loftlag. Nær ekki að lyfta lokinu ef svo má að orði komast. Þess í stað berst rakt loftið lárétt undir hitahvarfinu.   Nú er það svo að kraftur eldgossins var þvílíkur í fyrstu, að gufa og gosefni þeyttust upp í allt að 20 km hæð á fyrstu klukkustundum gossins.  Veðrahvörfin í um 9 km hæð voru því engin raunveruleg fyrirstaða né heldur veigaminni hvörf sem finna mátti í nokkuð óvenjulega lagskiptu loftinu yfir landinu þetta kvöld. Í jöðrum gosmakkarins var uppstreymið hins vegar ekki nægjanlega öflugt til að brjóta sér leið upp og því tók vatnsgufa ásamt gosefnum að streyma til hliðanna í einhverjum mæli og eru skýjamyndanirnar yfir Heinabergsjökli til marks um það. 

gosmo_776_kkur_teikning_trausti_jo_769_nsson.jpgTrausti Jónsson fjallaði um ský og skýjamyndanir í og við gosmekki á dögunum og þar sýndi hann mynd sem ég leyfi mér að birta til frekari skýringar á þessu merkilega fyrirbæri.  Í þeim aragrúa ljósmynda sem birtust í fjölmiðlum og á vefsvæðum sá ég a.m.k. eina sem tekin var úr vestri þar sem júgurský voru greinileg hærra uppi, sennilega undir veðrahvörfunum í 8-9 km hæð. 

Það einkennir júgurský að myndun þeirra verður vart nema að saman fari mjög mikill lóðétt breyting hita, einnig raka og vindsins (einkum vindáttar með hæð).  Allir þessir þættir eru til staðar á sama tíma við gosmökk hér á landi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er nú ekkert slor að hafa ykkur Trausta báða að blogga. Eða eins og hinn forni spekingur sagði: Veðurblogg er eina bloggið sem vitsmunaverurum er sæmandi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2011 kl. 05:49

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir það sem Sigurður Þór segir hér að ofan.

Sumarliði Einar Daðason, 30.5.2011 kl. 11:41

3 identicon

Amen - (eru veðurnördin þá ekki öll búin að kvitta?)

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband