7.6.2011
Snjóflóð í Svarfaðardal
Nei, nei, þrátt fyrir kalsasama tíð er hér ekki verið að greina frá því að snjóflóð hafi falið í Svarfaðardal, heldur kynnti Sveinn Brynjólfsson meistaraverkefni sitt við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það fjallar um áhrif veðurs og landslags á snjóflóð í Svarfaðardal og nágreinni, eðli þeirra og umfang.
Sveinn er einn þeirra manna hér á landi sem hefur ótakmarkaðan áhuga á snjó og öllu sem honum viðkemur. Kynning Sveins í dag var óvenjulega vel sótt og verkefni hans er má segja þríþætt. Í fyrsta lagi að kortleggja snjóflóðahættu í Svarfaðardal og Skíðadal frá bæ til bæjar. Í annan stað setti hann út fjölda úrkomumæla í heilt sumar til að kanna breytileika úrkomunnar eftir landslagi. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýni svo ekki verður um villst að úrkoma við veginn út í Ólafsfjaðarmúla er oft margföld á við það sem hún er meiðsveitis í Svarfaðardalnum Í NA-átt. Eins er ótrúlega skúrasælt (að sumarlagi) í SV-átt í framdölum. Í þriðja lagi skoðaði Sveinn og bar saman úrkomumælingar í Ólafsfirði við þekkt snjóflóð á veginn í Ólafsfjarðarmúla. Rannsóknin leiðir í ljós að þegar sólarhringsúrkoma nær a.m.k. 20 mm í Ólafsfirði eru yfir helmingslíkur (~ 60%) á snjóflóði í einhverjum flóðafarvegi Múlans. Yfirgripsmikill snjóflóðaannáll fylgdi verkefninu frá 2006 og var Sveinn með fjölda manna á sínum snærum við vöktun og mælingar á snjóflóðunum.
Í umsögn minni sem prófdómari þessa umfangsmikla meistaraverkefnis lét ég þess getið að höfundur hefði bæði djúpa þekkingu og gott innsæi á ofanflóðahættu í Svarfaðardal og nágrenni.
Nota þetta tækifæri til að óska honum til hamingju með áhugavert verkefni sem getur af sér nýja þekkingu.
Á myndinni eru auk hans, Haraldur Ólafsson leiðbeinandi. Hinn leiðbeinandinn var Tómas Jóhannesson.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.6.2011 kl. 00:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.