Tíðin lætur ekki að sér hæða, þó kominn sé 9. júní. Lægðardrag er fyrir austan land og með því úrkomusvæði sem kemur inn á norðaustanvert landið og áfram til vesturs með Norðurlandi og yfir Vestfirði í kvöld og nótt.
Það mun gera væna ofanhríð með þessu á fjallvegum norðaustanlands og síðar norðanlands. Eftirfarandi spá sendi ég á Vegagerðina fyrr í morgun:
"Um leið og hvessir smám saman af norðri má gera ráð fyrir talsverðu hríðarveðri í dag á fjallvegum norðaustanlands, s.s. á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og á Oddsskarði. Eins éljagangur verður á Víkurskarði og á Öxnadalsheiði. Á þessum slóðum má reikna með slyddu og þá með krapa á vegum allt niður undir byggð. Ætla má að veðri gangi niður austast á landinu seint í kvöld og þá hlýnar jafnframt nokkuð."
Það er lán í óláni að mesta úrkoman skul vera að deginum, en ekki að næturlagi. Þá hefði vafalaust snjóað alveg niður undir sjávarmál með þessu.
Góðu tíðindin eru hins vegar þau að handan þessa úrkomusvæðis er talsvert mildara loft sem tekur hér við á morgun.
Spákortið er fengið af Brunni Veðurstofunnar, HIRLAM og gildir kl. 18 í dag.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 1790207
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alhvítt á Mýri og í Svartárkoti í morgun. Snjódýpt 3 - 4 sm.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.