Hiti loks upp fyrir frostmark á Fjarðarheiðinni

Fjarðarheiði 10. júní2011.pngÉg hef verið að fylgjast með hitanum á mæli Vegagerðarinnar á hæsta heilsársfjallvegi landsins, þ.e. Fjarðarheiðinni á milli Hérðaðs og Seyðisfjarðar.  Þau undur og stórmerki hafa nú gerst að hitinn þarna upp í 600 metra hæð er nú kominn upp fyrir frostmarkið eftir að þar hefur verið samfellt frost í á fimmta sólarhring eða frá því seint þ. 5. júní.  Ekki einu sinni náð að klökkna yfir miðjan daginn. Þetta er áreiðanlega einsdæmi hins síðari ár, þó erfitt sé með allan samanburð uppi í þessari hæð.

Sólin var farin að skína þarna uppi í morgun eins og meðfylgjandi klippa úr vefmyndavél Vegagerðarinnar sýnir. Mystísk þokan þó skammt undan.  Ansi er nú samt vetrarlegt um að lítast á þessum slóðum !

 

fjardarheidi_3.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var á heiðinni kl. 15 í dag, þá var 5 stiga hiti og rigning. Greinilega miklar sviptingar í veðrinu þessa daganna.

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband