Flóðin í Guðbrandsdal

ab-t0s2pdgn24fjcwovtdgsvhlspqj4kfg3iwku0q7ta.jpg

Eftir mikla rigningar í A-Noregi haf ár vaxið og valdið sums staðar mestu flóðum frá 1995.  Einkum hefur vatnsborðið í  Guðbrandsdal og Austurdal verið að plaga menn og valdið tjóni.  Norðmenn eru nú samt betur undir slíka óáran búnir en ýmsir aðrir.  Kortið sem fengið er af yr.no sýnir sólarhringsúrkomu frá 9. til 10. júní og sums staðar voru sett úrkomumet með 60-70 mm á 24 klst. 

Vatnsaginn er þó ekki eingöngu af völdum regnsins því leysing á fjöllum spilar þarna inn í.  Talsvert miklar snjófyrningar voru ofan 1.000 til 1.200 metra hæðar í byrjun mánaðirins og mikið til auðleystur snjór, en talsvert snjóði víst til fjalla í maí í fremur köldri og óyndsilegri tíð.

4. júní var ég þarna á ferðinni eftir að hlýnað hafði.  Ók ég þennan dag yfir Aurlandsfjallið innarlega í Sognsfirði.  Sólin skein glatt og leysingavatnið fossaði niður hlíðarnar. Lærdalsáin var í ham eins og sést á myndinni, en hún er einn þeirra sem vaxið hafa upp fyrir bakka sína og verið að valda tjóni nú um hvítasunnuhelgina. Ég er svo sem ekki hissa því þegar upp á fjallið eða heiðina var komið í um 1.100 metra hæð var ekið nokkra kílómetra í snjógöngum.  Þau voru kannski ekki alveg svona mikil alla leiðina, en þarna hugsaði maður með sér að eitthvað myndi nú ganga á ef þessar gríðamiklu fannir leysti  skjótt !  Ég komst reyndar að því að vegurinn hefði verið opnaður nokkrum dögum fyrr og aldeilis verkurinn fyrir snjóblásara að stinga þarna í gegn.  Þess má geta að fjallvegur þessi er ekki þjóðleið í dag, flestir velja göngin sem eru hvorki meira né minna en 24 km að lengd. Sá vegur er reyndar hluti leiðarinnar á milli Osló og Bergen.   

Lærdalselva_4júní2011/ESv.jpgAurlandsfjall_4.júní2011/ESv.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband