Í Vestmannaeyjum


Úr Störhöfða. Óskar og Einar Sv_30júní_2011_Ljósm_Sigurður Bogi.jpgÁtti afar góða ferð til Eyja í blíðunni í dag og sigldi með frá Landeyjahöfn í fyrsta skipti.  Var nokkuð forviða á því hvað jökulvatn Markarfljóts nær langt út á sundið og eins hvað skilin nærri því miðja vegu á milli lands og Eyja eru skörp í sjónum.  Þau má meira að segja stundum sjá á tunglmyndum MODIS.

Fór að sjálfsögðu á Stórhöfða og hitti Óskar Sigðurðsson fv. vitavörð og veðurathugunarmann.  Áttum gott spjall við hitamælaskýlið. Viðurkenni fúslega að ábyrgðin var mín hve veðurskeytið kl. 12 barst seint (ef einhver hefur yfir höfuð tekið eftir því). Frá Stórhöfða var útsýnið afar gott í allar áttir og loftið sérlega tært og birtan hrein.

Heimaey_30júní_2011_ESv.jpgLangt í suðri mátti sjá blikubakka sem hækkaði á lofti eftir því sem á daginn leið.  Þarna var á ferðinni jaðar skila lægðarinnar sem ætla má að rigni frá um sunnanvert landið þegar líður á morgundaginn (föstudag).  Myndin er tekin við Kaplagjótu af golfvöllinum.  Svo langt er í skilin að vart er hægt að greina vatnsklærnar eða klósiganna frá blikunni á bak við.  Engu að síður var farið að anda af SA. 

Stórhöfði er sannkallaður útvörður, sem fyrst nemur veðrabreytingar af hafi. 

Myndina af okkur Óskari tók Sigurður Bogi Sævarsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband