Skybrud = steypiregn

nedb_rsum_dk_3juli2011_640px.pngDanir eru að gera upp aftakaskúrina frá því á laugardagskvöld.  Mest mælda úrkoma reyndist hafa fallið í mælinn í Botanisk Have í miðborg Kaupmannahafnar eða 135 mm.  Þetta er gríðarmikið vatnsmagn á þegar horft er til þess að úrkoman mælist á innan við 2 klukkustundum.

Á korti frá DMI sést að þetta mikla úrkomumagn er mest megnis bundið við Stór-Kaupmannahöfn, enda eðli málsins samkvæmt getur þetta mikla vatnsmagn varla hvolfts yfir víðáttumikið svæði.  Danir eru hins vegar einstaklega óheppnir að fá þessa hvolfu beint yfir mesta þéttbýlið !

Danir skilgreina skýfall eða skybrud þegar úrkommagn nær 15 mm á 30 mínútum. Að sama skapi kallast það mikil rigning, kraftig regn, við 24 mm á 6 klst eða sem nemur 4 mm/klst í a.m.k. 4 klukkustundir.

Ég tók eftir því að Bogi Ágústsson talaði um úrfelli í fréttum sjónvarps í gærkvöldi.  Kristín Hermannsdóttir gerði slíkt hið sama í veðurfréttunum í kjölfarið. Sjálfur teldi ég réttara að tala um úrhelli í merkingunni steypiregn. 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í mini sveit er svona demba kölluð skýfall allt frá því að ég man eftir mér. Miklu myndrænna og meira lýsandi finnst mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.7.2011 kl. 20:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er semsagt sammála þér. Úrfelli hlýtur að vera einhver ambaga eða misskilningur.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.7.2011 kl. 20:24

3 identicon

Ég tek undir með Jóni Steinari Ragnarssyni.  Úrhelli eða skýfall eru réttu orðin.  Orðið úrfelli var notað í minni sveit (norðurlandi vestra) yfir venjulega rigningu.  Orðið er sem sagt ekki ambaga, heldur gamalt og gott orð samkvæmt mínum málskilningi.

Guðlaugur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 09:34

4 identicon

Orðið hellidemba er líka ágætt þótt auðvitað megi deila um hvort nokkurt íslenskt orð lýsi svona hamförum eða því steypiregni sem þarna dundi yfir.

Matthías (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband