Fullyrðing sólarvarnarkrems út í bláinn

spf_png_800x1200_q95.jpgAf og til í sumar hef ég heyrt auglýsingu lesna í útvarpi frá Nivea sólvörn þar sem fullyrt er að ósonlagið verði 30% þynnra í sumar !  Innflytjandi þessa ágætu sólarvarnar er þarna að fara með hluti sem engan veginn er fótur fyrir. Vera kann að ósonið hafi einhvers staðar á norðurhjaranum verið þetta minna snemma i vor, en þegar á sumarið kemur jafnar ósonlagið sig.

Tilgangur þessarar auglýsingar er eflaust sá að ná athygli, hræða síðan fólk dálítið í leiðinni og ná í kjölfari góðri sölu í sumar. 

Hart virðist slegist í sölu á hvers kyns sólarvarnaráburði hér á landi.  Innflytjandi Nivea, Beiersdorf ehf, kvartaði þannig yfir samkeppnisaðila til Neytendastofu árið 2008.  Samkepnnisaðilinn þótti hafa auglýst Proderm sólvörn með villandi hætti þar sem gefið var í skyn að varan hefði eiginleika sem ýmist séu afar óljósir eða ósannaðir.

Kærandi þá er sýnist mér ekkert í betri málum nú.  Greinilegt að öllum meðulum er beitt og ekki hikað við að kasta fram vafasömum fullyrðingum um þunnt ósonlag til að freista þess að selja betur.  Ljótur leikur það !

Njótum hins vegar sólarinnar í sumar með eða án sólarvarnaráburðar.

Tengil á umræddan úrskurð Neytendastofu er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Fyrir hönd Proderm sólarvarnarinnar sem er afar vinsæl sólvörn til margra ára, vil ég benda á að aldrei hafa verið viðhafðar neinar fullyrðingar um ósannaða eiginleika.  Kært var á tímamótum nýrra auglýsingalaga ESB ekkert var athugavert annað en að niðurstaðan var að vegna þess að á Proderm brúsunum stóð "Up to 6 hours protection"  máttum við ekki segja 6 klukkutíma sólarvörn - en fullt leyfi til að fullyrða í samræmi við framlög gögn : "Allt að 6 klukkutíma sólarvörn"  Það var allt.  Hártoganir voru um ónógar viðvaranir. Húðlæknir fór yfir allar rannsóknir í engu var ofaukið um fullyrðingar. Í dag er samkvæmt ESB bannað að tilgreina tíma sem sólvörn endist engin sólarvörn má gera það.  Proderm technology sem er sænsk húðvarnaruppfinning er skráð sem medical devices og fjöldi ritrýndra rannsókna eru um Proderm.  Nýleg könnun sem framkvæmd var af viðurkenndu fyrirtæki hér á landi sýndi að 80% fólks kaupir Proderm sólvörn  vegna frábærra meðmæla frá öðrum og viðskiptatryggðin er mjög mikill.  Vert er að minnast á að eflaust gengur öllum vel til með að benda á hættur varðandi sólböð þar sem aukning húðkrabbameins hjá ungu fólki undanfarin ár er gríðarleg og eigum við Íslendingar þar enn eitt metið allavega norðurlandamet.  Notum alltaf sólarvörn á okkur sjálf, sértaklega á börn og unglinga sem eiga allt lífið framundan, okkar er ábyrgðin að vernda húð þeirra.    

Anna Björg Hjartardóttir, 6.7.2011 kl. 12:59

2 identicon

Sæll Einar, Takk fyrir ábendinguna varðandi fullyrðingar okkar um ósónlagið.   Þessi ljóti leikur skrifast víst á mig alfarið en þetta er tilvísun í frétt og okkur fannst rétt að vara við þessari hættu.  http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/03/15/stort_gat_a_osonlaginu_yfir_nordurskauti/  Það hvarflaði ekki að okkur að þetta væri rangt.  Ég hef því þegar gert ráðstafanir til að stöðva þessa auglýsingu og mun hún ekki birtast oftar í sumar. 

Við höfum verið með nokkrar auglýsingar í útvarpi sem flestar eru ætlaðar til að minna fólk á að bera á sig sólarvörn (t.d áður en það fer í sund, golf, osfrv) því að sólin hérlendis er sterkari en fólk grunar.  Sjá t.d. frétt í 10 fréttum í RÚV (3:20 mín).  http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547627/2011/07/04/

 Það hefur hins vegar aldrei hvarflað að mér að hræða okkur Íslendinga og biðst ég innilega velvirðingar ef þessi auglýsing hefur skilist þannig.   Hér er annars að finna góðan fróðleik um sólarvarnir:http://www.hudlaeknastodin.is/page68/index.htmlhttp://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2006:265:0039:0043:en:PDF http://breakingnews.ewg.org/2011sunscreen/sunscreens-exposed/europes-better-sunscreens/ Ég vil svo þakka þér fyrir mjög gott blogg og þann gagnlega og skemmtilega fróðleik sem er þar. kær kveðja,Ólafur Gylfason BDF ····Beiersdorf ehf.Vegmúla 2, 3nd hæð108 Reykjavík

Ólafur Gylfason (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 09:29

3 identicon

Sæll Einar.

Það er stundum rætt um sólina og ósónlagið, m.a. að ósónlagið sé þynnra hér en við miðbaug. Hins vegar verður að taka með í reikninginn að sólin hér á Íslandi er aldrei beint fyrir ofan okkur eins og sunnar í heiminum.  

Sólargeislarnir sem á okkur skína fara því skáhallt í gegnum ósónlagið sem þýðir auðvitað að þeir þurfa að fara lengri leið í gegnum ósónlagið en við miðbaug.

Því ætti örlítið þynnra ósónlag ekki að skýra sterkari sól hér. Það er því spurning um hvort það sé frekar vegna minni uppgufunar/misturs því hérna verður aldrei eins hlýtt eins og við miðbaug?

Hvað heldur þú um það Einar?

Víðir Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband