Um nokkurra ára skeið hafa margir haldið á lofti þeim möguleika að siglingaleið um N-Íshafið muni opnast með bráðnun íss á þeim slóðum. Í Morgunblaðinu í dag er athyglisvert sjónarhorn á þessi mál frá Stephen Carmel hjá danska skipafélaginu Mærsk Line. Hann segir réttilega "Þótt ísinn bráðni verður eftir sem áður um að ræða nothæfan siglingatíma sem mælist í vikum fram á miðja öldina og þá er ekki grundvöllur fyrir þeim gríðarlegu fjárfestingum í skipum og innviðum sem til þarf."
Opnun þessarar nýju siglingaleiðar kann að vera tálsýn þegar horft er til þess að eins og oft hefur verið bent á að þá verða hafsvæðin um austanvert Ísahfið, þ.e. með Skandinavíu og Síberíu íslaus kannski frá miðjum ágúst og fram til loka september. Hlýnun loftslag mun vissulega haf gríðarlega mikil áhrif á ísmagn og útbreiðslu. Hún kemur þó ekki í veg fyrir það að hið seltulága Íshaf leggur yfir veturinn. Sjálfur hef ég stundum bent hinum bjartsýnu með siglingaleiðina að í október eftir að kólna tekur að ráði, þá myndast ís á hafsvæðum þarna norðurfrá sem eru um 10 x flatarmál Íslands !
Stephen Carmel bendur auk þess á það að þó leiðin sé styttri á korti, þýði það ekki að hún sé ódýrari þegar flutningar eru annars vegar. Ýmsar hættur og tafir geta fylgja sjóferðum ef þræða þarf á milli ísspanga og rekíss.
Vera kann með aukinni hlýnun að ísinn bráðni fyrr að sumrinu og íslausar vikur verði mun fleiri. En það verður vart fyrr en eftir einhverja áratugi og kemur ekki í veg fyrir þá staðreynd að áfram mun frysta þarna norður frá að haustinu þegar sólin gengur undir. Seltulítill yfirborðsjórinn mun þá áfram frjósa og mynda heilu hafþökin af illfærum hafís fyrir flutningaskip, jafnvel þau allra stærstu eins og Emma Maersk sem hér má sjá.
Flokkur: Veðurfarsbreytingar | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 5
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 1790143
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega ber að gæta fullrar varfærni við mat á þessum framtíðarmöguleikum. M.a. þarf að gjalda varhug við ummælum talsmanna öflugra skipafélaga eins og Mærsk, sem fjárfest hafa gríðarlega í skipum sem henta siglingaleiðinni um Suez-skurð og mannvirkjum sem tengjast vöruflutningum á þeirri leið. Það er líka síður en svo víst að þessi skipafélög eigi von á að hagnaður þeirra vaxi ef flutningaleiðin styttist. Einhvern veginn er það svo, að skipafélögin sem flytja nú risamagn vara suðurleiðina löngu milli Kyrrahafs og Atlantshafs hafa ekki sýnt þróun norðurleiðarinnar mikinn áhuga í þá nálægt tvo áratugi, sem unnið hefur verið að málinu m.a. á vegum Barentsráðsins og talið að líkindi fyrir hagkvæmni leiðarinnar væru stöðugt að vaxa. Meðal þess sem málið snýst um er hvort m.a. minni olíukostnaður vegna verulega styttri leiðar muni vega upp hærri smíðakostnað skipa, sem ætluð eru til siglinga í ís á hluta leiðarinnar, og kostnað við ísbrjótaþjónustu. -- Þetta er tvímælalaust hið áhugaverðasta mál fyrir Ísland og því ástæða til að fylgjast vel með.
Ólafur Egilsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:02
Rætt hefur verið um sérsmíðuð stór skip sem ráða við eins árs ís. Hraði þeirra um ísinn verður þó miklu minni, og olíunotkun meiri, en á íslausu hafi. Þynnsti ísinn, og opnasta hafið, verður líklega nálægt ströndum Síberíu. Umskipunarhöfn verður því frekar nyrst í Noregi, eða í Síberíu, en á Íslandi.
Magnús Waage (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.