Laugavegshlaup

Laugavegurinn á á milli Landmannalauga og Þórsmerkur verður hlaupinn í dag.  Laugavegshlaupið hefur verið skipulagt og haldið í allmörg ár og hlauparar fengið alla veganna veður þó um hásumar sé.  Stundum slagveðursrigningu og vindur hefur stundum verið meiri en góðu hófi gegnir. Farið er hæst við Hrafntinnusker í um 1.100 metra hæð. Þetta er sannkallað víðavangshlaup um óbyggðir landisins og dregur að sér ár hvert fjölmarga hlaupara úr öllum heimshornum

laugavegshlaup_ve_urspa_769_2_1407.pngSpá sem ég útbjó fyrir skipuleggjendur og dreift var til hlaupara gerir ráð fyrir sólríku veðri á hlaupaleiðinni í dag, en að það geti orðið strekkings NA-vindur á köflum.  Hann getur verið til baga þó hann sé að mestu meðvindur því ekki þarf mikla gjó til að rífa upp fínan sand og gjósku.  Sandfok gæti því verið hlaupurum til ama s.s. þar sem farið verður yfir sandorpna leið á milli Álftavatns og Fremri Emstruár.

En vonandi fer allt vel og að allir skili sér í mark !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband