22.7.2011
Úrhelli í S-Skandinavíu
Á meðan íbúar í sunnanverðri Skandinavíu eru þrúgaðir af lakri sumarveðráttu það sem af er og mörgum rigningardögum, hefur verið afar hlýtt og sólríkt í N-Svíþjóð og N-Noregi. Svo ekki sé talað um Finnland, en þar og yfir norðvesturhluta Rússlands hefur ríkt fyrirstöðuhæð meira og minna í sumar. Fyrir vikið er heldur kaldara loft sunnar, þ.e. yfir norðanverðri Evrópu og þarna á milli verða til einkar kröftug uppstreymissvæði með tíðu eldingaveðri og úrhelli.
Nú berast af því fréttir að Norðmenn búi sig undir enn eitt rigningarveðrið, minnugir þess hvað gerðist fyrir nokkrum vikum í kring um Kaupmannahöfn við áþekkar aðstæður. Veðurstofan norska telur að allt að 80 mm geti fallið af himnum ofan í kvöld og á morgun, einkum á svæðum S-Noregs út með Óslóarfirði. Vindurinn er A-lægur, lyfting loftsins yfir fjöllin eykur því mjög á úrkomuákefðina, líkt og þekkist svo vel með vesturströndinni í SV og V-áttinni.
Á spákorti Bresku Veðurstofnnar sem gildir á miðnætti (23. júlí) má sjá hvað er í gangi. Lægð hefur myndast á mörkum hlýja loftsins í norðaustri og þess sem er svalara sunnar. Vegna þess að veðurkerfin standa á haus berst lægðin til austurs en ekki vesturs eins og venja er. Skil lægðarinnar eru á sömu leið og hlýi loftfleygurinn opnast í áttina til Finnlands.
Svíar urðu fyrir barðinu á þrumuveðrinu sem þessu fylgir, en á Gotlandi mældust 30 þús eldingar í nótt og afleiðingarnar urðu víðtækt rafmagnsleysi.
Flokkur: Utan úr heimi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1788782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Gautaborg í júlímánuði er meðaltalhámarkshita 21 C° en meðaltal lágmarkshita 13 C°. Þarna er búið að meira og minna í sumar 15-17 C° og skýjað, einn og einn dagur á stangli hefur verið í lagi. Flugvélar til sólarlanda frá Landvätter-flugvelli (þ.e. flugvöllur Gautaborgarbúa) hafa meira og minna verið troðfullar. Hver er ástæðan fyrir þessu laka tíðarfari þarna?
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.