Úrhelli í S-Skandinavíu

Á meðan íbúar í sunnanverðri Skandinavíu eru þrúgaðir af lakri sumarveðráttu það sem af er og mörgum rigningardögum, hefur verið afar hlýtt og sólríkt í N-Svíþjóð og N-Noregi.  Svo ekki sé talað um Finnland, en þar og yfir norðvesturhluta Rússlands hefur ríkt fyrirstöðuhæð meira og minna í sumar. Fyrir vikið er heldur kaldara loft sunnar, þ.e. yfir norðanverðri Evrópu og þarna á milli verða til einkar kröftug uppstreymissvæði með tíðu eldingaveðri og úrhelli.

Met_Office 23.07.2011.00:00.pngNú berast af því fréttir að Norðmenn búi sig undir enn eitt rigningarveðrið, minnugir þess hvað gerðist fyrir nokkrum vikum í kring um Kaupmannahöfn við áþekkar aðstæður.  Veðurstofan norska telur að allt að 80 mm geti fallið af himnum ofan í kvöld og á morgun, einkum á svæðum S-Noregs út með Óslóarfirði. Vindurinn er A-lægur, lyfting loftsins yfir fjöllin eykur því mjög á úrkomuákefðina, líkt og þekkist svo vel með vesturströndinni í SV og V-áttinni. 

Á spákorti Bresku Veðurstofnnar sem gildir á miðnætti (23. júlí) má sjá hvað er í gangi.  Lægð hefur myndast á mörkum hlýja loftsins í norðaustri og þess sem er svalara sunnar.  Vegna þess að veðurkerfin standa á haus berst lægðin til austurs en ekki vesturs eins og venja er.  Skil lægðarinnar eru á sömu leið og hlýi loftfleygurinn opnast í áttina til Finnlands.  

Svíar urðu fyrir barðinu á þrumuveðrinu sem þessu fylgir, en á Gotlandi mældust 30 þús eldingar í nótt  og afleiðingarnar urðu víðtækt rafmagnsleysi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Gautaborg í júlímánuði er meðaltalhámarkshita 21 C° en meðaltal lágmarkshita 13 C°. Þarna er búið að meira og minna í sumar 15-17 C° og skýjað, einn og einn dagur á stangli hefur verið í lagi. Flugvélar til sólarlanda frá Landvätter-flugvelli (þ.e. flugvöllur Gautaborgarbúa) hafa meira og minna verið troðfullar. Hver er ástæðan fyrir þessu laka tíðarfari þarna?

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband