22.7.2011
Hlýjast á Gufuskálum
Ég tók eftir því í veðurlestri í útvarpinu kl.10:03 að hlýjast á landinu var á Gufuskálum utarlega á Snæfellsnesi eða 14°C. Óvenjulegt er að sumarlagi að hlýjast á landinu sé á þessum slóðum að deginum. Ástæðan er sú nú að sólin hefur náð að skína á Snæfellsnesinu í morgun á meðan meira og minna hefur verið skýjað annars á landinu.
En Adam er ekki lengi í paradís kl. 10 var komin hafgola á Gufuskálum og hitinn aftur á niðurleið. Hins vegar er veður mjög gott almennt séð við Breiðafjörð í dag.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.