Fyrirsögnin hér að ofan á fullkomlega við rök að styðjast en engu að síður er hún í hróplegu ósamræmi við þann fína hita sem einkenndi nýliðinn júlí. Meðalhitinn var sýnist mér 12,2°C, en þegar meðalhiti einhvern sumarmánaðanna kemst í 12°C eða meira má hiklaust flokka þanna mánuð til gæðamánaðar.
Málið er að júlí 2007, 2008, 2009 og 2010 voru allir hlýrri en nú og aldrei verið hlýrra en í fyrra 13,0°C (saman með 1991).Ef Norðaustan- og austanvert landið er undanskilið erum við þessi árin að upplifa þessa líka fínu sumartíð. Kannski líka þess vegna var kuldinn (sem flestir eru þegar búnir að gleyma!) í júni þetta fréttnæmur. En veðrið tók síðan þekkta stefnu strax í upphafi júlí í þá átt sem við höfum kynnst síðustu árin.
Á Akureyri er meðalhitinn alveg um 12,0°C. Fremur óalgengt er að meðalhitinn nái 12°C bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það gerðist þó góðu sumurin 2008 og 1991, þ.e. í júlí og eins í ágúst 2004.
Úrkoma endaði að vera nærri meðallagi í Reykjavík eða 45,7 mm, en þurrt var á Akureyri með 8,8 mm. Fyrirvari er gerður við þessar tölur þar til Veðurstofan hefur yfirfarið mælingarnar og gefið út sitt yfirlit, væntanlega síðar í dag.
En fyrirsögnin hefði kannski frekar átt að vera: Enn einn hlýr júlímánuður eða Hiti var vel yfir meðallagi líkt og í júlí síðustu ár.
(Ljósm: Kvöld við Dýrafjörð, 18.júlí. Ólöf S. Sigurðardóttir)
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1788778
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fyrirsögn er vægast sagt einkennileg. Raunsærra væri, eins og þú bendir á, að leggja áherlsu á að hlýindi síðustu ára séu enn í gangi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2011 kl. 19:56
Heitir þetta ekki að "tala niður" hlýindin ???
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 2.8.2011 kl. 21:05
Er hér ekki bara um kaldhæðni að ræða?
Emil Hannes Valgeirsson, 2.8.2011 kl. 22:20
Jú er þetta ekki bara kaldhæðið, verst að mbl.is náði ekki djókinu og skrifaði villandi yfirskrift við frétt sína um hitastig júlímánaðar, Kaldasti júlí í Reykjavík frá 2006
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.8.2011 kl. 22:26
Ég hafði í huga fyrirsögnina í Mogganum. Stundum slær einhverju saman í hausnum á manni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2011 kl. 22:36
Það er nú eiginlega með ólíkindum að fá 5 júlímánuði í röð með meðalhita yfir 12 stigum í Reykjavík þegar haft er í huga að á tímabilinu 1961-1990 kom ekki einn einasti svoleiðis júlímánuður. Það tímabil var að vísu kalt og algjör gullöld kaldra/vondra sumra en samt...
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 23:54
Góð athugasemd frá Birni. Fólk virðist alvegt vera búið að gleym þeim sumrum sem voru einráð um áraraðir og að þessi sumarhlýindi síðustu ára eru mjög óvenjuleg og ekki það sem búast mætti við sem meðalástandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2011 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.