Nú þegar hafa fellibyljir náð að valda nokkrum usla á Kyrrahafinu og a.m.k. einn hefur að auki verið á sveimi út af vesturströnd N-Ameríku. Um fjórar hitabeltislægðir hafa fengið nafn á Atlantshafinu til þessa, en enginn þeirra náð skilgreindum styrk fellibyls.
Þó svo að fellibyljatíminn sé löngu hafinn, má samt segja að fyrst um þessar mundir mega segja að við séum að sigla inn í þær vikur sem líklegast sé að alvöru fellibyljir láti á sér kræla. Í fyrra og árið þar áður voru þeir fyrstu líka frekar seinir á Atlantshafinu, eða um og upp úr miðjum ágúst. Metárið 2005 (með Katarinu) voru hins vegar um þetta leyti sumars komnir 4 fellibyljir fram á sjónarsviðið.
Háskólinn í Colorado hefur gefið úr spár um fjölda og styrk fellibylja á Atlantshafi í fjölda ára. Nýjasta uppfærslan frá því nú í byrjun ágúst gerir ráð fyrir að fellibylir verði fleiri en í meðalári. Fellibyljir verði þannig 9 talsins (5,9 í meðalári). Meiriháttar, þ.e. af styrk 3,4 eða 5 á Saffir-Simpsons kvarðanum verði 5 talsins (2,3 að meðaltali). Spáin byggir einkum á tvennu: a. hlýrri yfirborðssjó á Atlantshafinu skammt norðan miðbaugs og b. lágum loftþrýstingi síðustu vikur, en þessir þættir saman eru ávísun á myndun margra hitabeltisstorma og orku sem er til staðar til að knýja þá upp í kraftmikla fellibylji. Kortið hér til hliðar gefur til kynna þá fjóru spáþætti sem liggja til grundvallar spánni hjá þeim félögum í Colorado. Það eru einkum þeir nr. 1 og 2. sem áhrif hafa á spá um virkar tímabil en venjulega.
En þrátt fyrir þessa spá er ekkert ennþá sem bendir til mikillar virkni á Atlantshafinu. Við sjáum samt hvað setur.
Flokkur: Utan úr heimi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.