Rjómi þeytist síður í eldingaveðri !

1103185.jpgÞær geta verið athyglisverðar fyrirspurnirnar sem koma frá lesendum veðurspávefjarins norska yr.no.  Ein var svohljóðandi:  Hvers vegna gengur verr að þeyta rjóma í þrumveðri en annars ?

Haaaa... segi ég nú bara.  En eftir að veðurfræðingurinn norski, Frode Hasel hafði klórað sér lengi í kollinum og leitað víða fanga langt út fyrir veðurfræðina kom skýring.  Spurningin er sem sagt alls ekki út í bláinn !

Þetta hefur ekkert með loftþrýsting að gera heldur samspil fitunnar og vatnsins í rjómanum.  Þegar rjóminn er þeyttur verða til smágerðar loftbólur í sem ná ekki að fljóta upp. Fitukúlurnar setjast utan um loftbólurnar og bindast saman. Þannig eykst rúmmál hans um helming.   Í mjólk og rjóma fljóta fituagnirnar í vatnskenndum vökvanum.  Eiginleiki mjólkur er mikill að geta samlagað fituna og vatnið í einsleitan vökva eins og við þekkjum hann í stað þess að skiljast eins og raunin er þegar reynt er að blanda saman vatni og matarolíu.

rjomi_1-_custom.jpgNú erum við komin út í matvælafræði, en ein kenningin gengur út á að lendi fitublandaður vökvi eins og mjólk eða rjómi í sterku segulsviði, eins og fylgir eldingum breytist eiginleikinn í þá veru að fitudroparnir verða mishlaðnir og klessast frekar saman.  Með öðrum orðum rjóminn vill þá frekar  skilja sig.  Gerist það gengur verr að koma lofti í rjóman þegar þeytarinn er settur í gang.

Ef einhvern langar í rjóma með pönnukökunum eða bláberjunum og svo ólíklega vill til að eldingum lýstur niður um svipað leyti í nágrenninu, þá vitum við það nú að ekkert er víst að gangi að þeyta rjómann eins og við erum vön !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnað, ekki er alltaf allt eins og sýnist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.8.2011 kl. 01:14

2 identicon

Merkilegt. Rjómi þeytist náttúrlega mun verr í heitu veðri en köldu en að þrumuveður hefði þessi áhrif hafði ég aldrei heyrt.

Nanna Rögnvaldardóttir (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 08:59

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Athyglivert væri að prófa að þeyta rjóma misnálægt spennistöð til að staðfesta þessa kenningu !

Gestur Guðjónsson, 10.8.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband