Norðan (allt að því) áhlaup

hirlam_urkoma_2011090706_12.gifUmskiptin nú í veðrinu eru ansi glögg.  Lægð fyrir austan land dýpkar og bæði beinir til okkar og ekki síður dregur niður úr háloftunum kaldara lofti.

Í dag og einkum í kvöld og nótt kólnar mjög ákveðið.  Gera má ráð fyrir krapa eða snjó á flestum fjallvegum frá miðju Norðurlandi og austur um á norðanverði Austfirði. Vestantil á Norðurlandi rofar til og einmitt þar er útlit fyrir að kjarni kaldasts loftsins komi niður.  Þar og á Vestfjörðum, í Dölum og ofantil í Borgarfirðinum gæti hæglega fryst í nótt, líka í byggð og það þó dálítil vindgjóla verði á þeim slóðum.  Hins vegar verður þar nánast alveg þurrt frá því síðdegis.

Allhvass vindur með þessu einkum um austanvert landið, allt að 13-18 m/s. 

Á morgun styttir upp, þó ekki fyrr en um miðjan dag á norðausturhorninu og léttir til um mest allt landið.

Næturfrost verður óumflúið í flestum landshlutum aðfararnótt föstudags og einkum þó nóttina þar á eftir.

Þetta eru glögg straumhvörf í veðráttunni eftir heldur sumarlega fyrstu daga september. Allt tekur þó enda og á sinn tíma ekki satt ? 

Og fyrir þá sem uppteknir eru af fyrirbærinu "fyrstu haustlægðinni", má alveg kalla þessa í dag því nafni. 

(Spákortið er af Brunni Veðurstofunnar oggildir kl. 18 í dag, 7. september.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

hauslægð eða haustlægð?

Torfi Kristján Stefánsson, 7.9.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband