Ekki bara gosaska sem fýkur í þurrum vindinum

201109091327_rgb.jpg

 

Meðfylgjandi tunglmynd er með þeim magnaðri sem maður sér af landinu okkar. Hún er tekin kl. 13:27 í dag (9. sept.).  Hana má stækka með tvísmellun. Áberandi og miklir sandstrókar af Suðurlandi ná langt á haf út. Mökkurinn fyrir austan Mýrdalsjökul er klárlega öskufjúk.  Vindur í lofti var þó ekki sérlega hvass, vart nema 8-10 m/s, en þrátt fyrir það var verulega takmarkað skyggni í veðurathugun á Kirkjubæjarklaustri eða ekki nema 1 km kl. 12 á hádegi. Annar er síðan yfir eða skammt austan Vestmannaeyja. Þar leggur farvegur Markarfljóts til drjúgan hluta. Sá þriðji er síðan enn vestar og það er mjög afmarkaður sandstrókur.  Hann er ekki af öskuuppruna, heldur eru upptök hans á jökulaurunum suður af Langjökli og síðan bætir í á sandinum við Ölfusá ofan Þorlákshafnar og þar um slóðir.

Einkennilegt að sjá hvað kjarninn heldur sér og er sýnilegur langt suður af landinu.  Reiknaði feril til samanburðar í HYSPLIT líkaninu frá kl. 12 í dag til næstu 12 tíma frá stað suður af Langjökil eða hér um bil. Ferillinn er keimlíkur þeim sem MODIS myndin sýnir. 

Tunglmyndin sem Ingibjörg Jónsdóttir rétti upp og sendi mér sýnir líka fleira ef vel er að gáð.  Nýsnævið í fjöllunum beggja vegna Eyjafjarðar sést vel í undir þunnri skýjaslæðu. 

12734_trj001.gif


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var athyglisvert að sjá þegar ég ók úr Skagafirði í Strandasýslu í gær, hvað snælínan lá miklu lægra í Víðidalsfjalli en í Vatnsnessfjallgarðinum. Á Ströndum, svo langt sem séð varð, var tæplega hægt að sjá að snjóað hefði í fjöll nema í Háafelli.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 13:10

2 identicon

Hér er góð MODIS mynd frá því í dag: http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/imagery/subsets/?project=firms&subset=Iceland.2011253.aqua.250m.

Ennþá mikið fok en berst nú meira til Höfuðborgarsvæðisins... spáir þú fallegu sólarlagi í kvöld Einar?

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1788778

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband