Eitthvað fyrir Háskóla Íslands ?

CO2 dælt í jörðuHún er æði álitleg upphæðin sem Branson ætlar að punga út til þeirra sem koma með "lausnina" á loftslagsvandanum.  Branson er alvöru kall sem vill láta gott af sér leiða fyrir umhverfið.  Vera má að áhugi hans sé sprottinn af því að hann er stórtækur í flugvélarekstri og málið því honum Branson og Goreskylt.  Síðan skemmir ekki að hafa sjálfan Al-Gore með þegar gátan er kynnt.

Til að fyrirbyggja misskilning er ég ekki þeirrar skoðunar að Branson þessi eigi meiri þátt í losun gróðurhúsalofttegunda en aðrir.  Flugfarþegar hans sem vilja komast á milli staða hratt og örugglega deila hins vegar með sér hlut flugvéla Branson í losuninni.  Hér eru skýringar á myndinni að ofan í frétt BBC um málið.

Mér er í fersku minni þegar forseti Íslands efndi til ráðstefnu síðasta sumar þar sem ræddir voru möguleikar á bindingu koltvísýrings í stórum stíl í jarðlögum.  Í Morgunblaðinu 14. júní var rætt við Sigurð Reyni Gíslason sem stendur framarlega í þessari tækni.   

"LYKILLINN að þeirri hugmynd að binda kolefni í jörðu á Íslandi liggur í ungum aldri berglaga landsins og þeim eiginleika basaltbergs að hvarfast við kolefni, sem yrði dælt niður um borholur í formi koltvísýrðs vatns. Silfurberg yrði á meðal afurða að loknu hvarfinu, sem gæti reynst öflugt vopn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.  Sigurður Reynir Gíslason er jarðefnafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Sigurður hefur leitt samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna á þessu sviði og þekkir því flestar hliðar þessarar tækni. Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur

Aðspurður um framlag Íslendinga til þessara rannsókna segir Sigurður að það gæti orðið umtalsvert.

"Ég ætla ekkert að vera hæverskur og segi því að á þessu sviði séu Íslendingar í fremstu röð," sagði Sigurður. "Við höfðum hins vegar ekki beint kröftum okkar nákvæmlega í þennan farveg áður. Það má raunar segja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi haft frumkvæðið að því að tengja okkur við vísindamenn á þessu sviði."

Sigurður segir að aðferðin gangi út á að leysa kolefni upp í vatni, ekki ósvipað og er gert í sódavatni.

"Síðan leysist hluti bergsins upp við þetta því að "sódavatnið" er hvarfgjarnt og í framhaldinu verður til eins konar silfurberg," sagði Sigurður. "Við höfum gert tilraunir á rannsóknarstofu með þetta og teljum okkur því geta sagt svolítið fyrir um útkomuna." (Morgunblaðið 14. júní 2007)

Þó loftslagsvandi heimsins verði vart leystur á endanum með þessum hætti er um athyglisverða nálgun að ræða og spurning hvort Sigurður Reynir og félagar verði sér ekki úti um GSM númer Bransons ! 


mbl.is Richard Branson heitir peningaverðlaunum þeim sem stöðvar gróðurhúsaáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Ein leiðin væri e.t.v. sú að við tækjum upp þann ferðamáta sem Branson var að bögglast við, þ.e. þ.e. loftbelgi.

Sigurður Ásbjörnsson, 9.2.2007 kl. 16:17

2 identicon

Eru gróðurhúsaáhrifin ekki bara að hverfa af sjálfu sér?

Grænlandsjökull stækkar, hörkufrost í Finnlandi, snjóar í Englandi, hvirfilbyljum snar fækkar í Karabíska hafinu og svo mætti lengi telja!

Ég meina, þetta voru allt sannanir fyrir gróðurhúsaáhrifunum þegar að tölurnar voru í hina áttina.

Svo eitt stórmerkilegt í lokin. Þeir 3000 vísindamenn sem komu að gerð IPCC skýrslunnar fengu víst greitt fyrir vinnu sína.

Byggingaverkamaður (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 16:26

3 identicon

Jæja byggingaverkamaður.. "Veturinn" í Evrópu akkúrat núna er sá heitasti sem um getur. Ég bý í fjöllunum á Ítalíu og hér hefur ekki fallið eitt snjókorn þegar venjulega er hérna upp undir metra lag af snjó. Svipaða sögu er að segja um alla Evrópu og þó það snjói á Englandi þá er nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það, það gerist á hverju ári.

Með Grænlansjökul þá má vera að hann sé að stækka vegna þess að hitinn hækkar og þá snjóar meira. SS. þegar það er of kalt þá snjóar ekki, kannski er hitinn kominn upp fyrir það sem þarf til að sjói. Nákvæmlega þetta gerðist í Noregi fyrir nokkrum árum en ég held að þar séu jöklarnir farnir að minnka aftur.

Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:29

4 identicon

Og ekki segja mér að þér finnist skrítið að vísindamenn fái borgað fyrir vinnu sína? Ég þykist vita að þeir hefðu líka fengið borgað efþeir hefðu afneitað þessu öllu

Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband