29.9.2011
Af lægð nr. 2
Spáð hefur verið stormi suðvestan- og vestanlands í nótt frá næstu lægð. Þegar þetta er skrifað snemma fimmtudagskvöld er að sjá sem ferill lægðarmiðjunnar ætli að sveigja til norðvesturs heldur lengra fyrir vestan land en áður var ætlað. Eins er að sjá sem vöxtur hennar verði seinna á ferðinni og að milda loftið í suðri og suðaustri sé ekki alveg í fasa við það kaldara hér djúpt í vestri.
Fyrir vikið er ekki að sjá að ekki verði allt eins hvasst með SA-áttinni í nótt á undan kuldaskilunum, en fyrri reiknaðar spár báru með sér. En svona er þetta oft þegar lægðabylgjurnar geta hæglega dýpkað ört og allar forsendur til þess að það er eins og þegar á hólminn er komið að vöxturinn verði ýmist fyrr eða þá síðar og hægi þá á kerfinu. Slíkt virðist á þessari stundu ætla að verða ofan á. Tunglmyndin frá Dundee frá kl. 14:48 sýnir einmitt vel hvað lægðin er enn "opin" og hlýji geiri hennarí suðaustr mikill og breiður. Eins og snúðurinn vestan læðgarmiðjunnar (þar sem gerjunin er mest) lítt fram kominn. Fyrir vikið ða lægðin á þessum tíma mikið inni og komin skammt á veg.
En samt sem áður þarf áfram að fylgjast með og hvað lægðin gerir vestur af landinu. Nær hvassasti SV-vindurinn inn á landið seint á morgun eða aðfararnótt laugardagsins ? ÞAð hvernig lægðarmiðjan kemur til með að hringsnúast um sjálfs sig skiptir mestu. Oft reynist best að fylgjast með, greina vandlega veðrið og spá 6-9 klst. fram í tímann. Það kemur fyrir að betra er að treysta á hyggjuvit og reynslu og hafa reiknilíkönin til hliðsjónar frekar en öfugt. Líkönin eru engu að síður afar gagnleg, en þá verða menn líka að kunna inn á vankanta þeirra og takmarkanir sem oft verður í stöðum eins og þessari.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 1790159
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.