Mikil úrkoma norðanlands

Hún hefur verið einkar drjúg úrkoman sums staðar norðanlands síðustu tvo sólarhringana og rúmlega það.  Um 110mm á Ólafsfirði og litlu minna á Tjörn í Svarfaðardal. Við utanverðan Eyjafjörðinn var hiti sem betur fór aðeins yfir frostmarki og því rigndi í byggð.  Til fjalla er samkvæmt þessu því kominn allmikil snjór, þ.e. ofan 300-400 metrar hæðar.

Nú er að birta til og gaman væri að geta sýnt myndir af af snævi þöktum fjallshlíðum  á þessum slóðum.  Má senda mér á vedurvaktin@vedurvaktin.is.

Nokkrar veðurstöðvar til landsins í Þingeyjasýslum (og Torfum í Eyjafirði) gefa upp snjóhulu í byggð í morgun. Einnig þá mælda snjódýpt. Í Svartárkoti fremst í Bárðardal var þannig getið um 16 sm jafnfallinn snjó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband