Verður opnað í Hlíðarfjalli um næstu helgi ?

Um þetta leyti árs þegar gerir NA-átt með úrkomu, sést gjarnan skörp snjólína til fjalla norðanlands.

Úrkoma 30okt 2011.pngFrá því í gær er búið að rigna talsvert á Norðurlandi, einkum þó út með Eyjafirðinum.  Frostmarkshæðin er í um 400 metra hæð og það þýðir að ofan um 350 metra hæðar í fjöllunum setur niður mikinn snjó á meðan að rignir á láglendi.  Eins og menn vita festir snjó þó hiti sé aðeins yfir frostmarki og þannig verður til þessi tala 350 metrar, en vel að merkja er hún bara mín áætlun út frá hitamælingum, en ekki bein athugun.

Í nótt var mældist úrkoma á þessum slóðum víða sums staðar 20-30 mm, en engu að síður var hún nokkuð breytileg eftir stöðum þar sem uppstreymið við fjöllin bæði eykur á úrkomumagnið á meðan annars staðar verða skuggaáhrif þessara sömu fjalla.   Kortaklippan hér er af vef Veðurstofunnar og sýnir sólarhringsúrkomu við uppgjör kl. 09 í morgun.

Spárit_Ak_30okt2011.pngSpáin hljóðar líka upp á talsverða úrkomu næstu dægrin.  Spáritið hér fyrir Akureyri gefur til kynna að dragi úr magninu á morgun, en síðan aftur skot á þriðjudaginn og þá uppsafnað um og yfir 25 mm yfir daginn eða u.þ.b. 20 -25 sm í jafnföllnum snjó.  Síðan dregur heldur úr skv. spánni og styttir upp að mestu á fimmtudag.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er allt ofan 500 metra hæðar og því áleitin spurning hvort ekki verði kominn nægjanlegur "náttúrulegur" snjór í brekkurnar eða sumar þeirra a.m.k. í vikulokin ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Verður" opnað... á væntanlega að standa í fyrirsögninni hjá þér

Gulli (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 11:27

2 identicon

Passar. Jafnfallinn snjór í Svartárkoti var í morgun (31.) talinn 38 sm og jafnframt eina mannaða veðurstöðin þar sem var teljandi snjór. Stöðvarhæð 405 m yfir sjó.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788782

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband