Sjógangur gengur loks niđur.

am.pngNú hefur veriđ ríkjandi samfellt NA hvassvirđi og stormur úti fyrir vestanverđu Norđurlandi frá ţví á laugardag (29. október).  Sjá má t.d. mćldan vind af vef VÍ á Gjögurflugvelli hér til hliđar. Ţar hefur veđurhćđin veriđ stöđug á milli 15 og 20 m/s alla ţessa fimm daga (neđri línan), framan af NA-átt og síđar nánast hánorđan. En nú er sem sé fariđ ađ ganga niđur eins og vel sést.

Í hafinu norđur undan verđur gríđarmikill sjógangur ţegar blćs af ţessum styrk látlaust í marga daga og vindurinn ađ sama skapi stefnufastur.  Höfum líka hugfast ađ ţar er enn meiri veđurhćđ og blásiđaf a.m.k. stormstyrk lengst af eđa um 21 til 25 m/s.  

Sjórsjór_Litla_Ávík_JónGuđjónsson.pngJón G. Guđjónsson veđurathugunarmađur í Litlu-Ávík rétt innan Gjögurs metur sjólagiđ og fćrir í veđurskeyti sín sem send eru Veđurstofunni.  Ég sé ađ hann hann hefur sagt "mikill sjór" í skeytunum alveg frá ţví á sunnudagskvöld og "stórsjór" um tíma í gćr og fram á liđna nótt.   Stórsjór er ţegar međalhćđ hinna stćrri aldna er 6-9 m. Nćsta stig ţar fyrir ofan og kemur tiltölulega sjaldan fyrir í athugunum á sjólagi er hafrót.  Ţá er ölduhćđ álitin vera 9-14 m. 

Í miklu N- og NA-óveđri 25. október 2008, gaf Jón upp hafrót í athugunum ţess dags.  Sjógangurinn ţá varđi ţá ekki svona lengi og nú. Ţá urđu talsverđar skemmdir á hafnarmannvirkjum norđanlands, m.a. á bryggjunni á Gjögri.  Einnig var eftir ţví tekiđ ađ rekaviđur á Ströndum kastađist langt upp á land í ţessu sama veđri.

Á vef Jóns G. Guđjónssonar fékk ég myndina og er hún úr safni hans.  Ţar er m.a. ađ frétta ađ ekki hefur veriđ hćgt ađ fljúga norđur í Árnashrepp frá 24. október og vegurinn tepptur vegna snjóa frá ţví í byrjun ţess hrets sem nú sér vissulega fyrir endann á.

screen_shot_2011-11-03_at_11_01_56_am.png Sjólagstafla Veđurstofunnar.  Sjá meira um sjólag hér.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 1788780

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband