Mestu hlýindin yfirstaðin í bili

Þó hitatölur séu enn háar, hefur samt náð að slá á mestu hlýindin og toppnum því náð í þessari lotu. Vindur er líka orðinn hægari, sérstaklega um austanvert landið. Hann skiptir miklu í þessu samhengi.

Í Reykjavík var meðalhiti síðasta sólarhrings (15. nóv) 9,63°C og í fyrradag var ívið hlýrra eða 9,80°C.  Dæmigerð júnígildi dægurhitans.  Þó er þetta ekki met, því í snörpu gusunni 11.nóv 1999 var sólarhringshitinn 10,7°C.  Sennilega er það hæsta gildi sem fyrir finnst í langri gagnröð mælinga í Reykjavík.  Tek fram að ég hef ekki borið saman fyllilega við eldri gildi.

Þessi mildi veðurkafli sem hófst 3. nóvember og er hvergi nærri lokið hefur m.a. komið af stað jöklabráðnun á nýjan leik, eftir að jöklar voru komnir í sinn vetrarham. Sést m.a. með því að skoða rennsli Jökulsár á Fjöllum, en úrkoma á vatnsviði hennar hefur ekki verið mikil og á takmarkaða sök á auknu rennsli. Hvernig má annað vera þegar frostmarkshæðin hefur verið meira og minna stöðgugt yfir 1.000 metrum og á stundum í 2.000 metra hæð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Sæll Einar.

Er hægt að sjá rauntölur um rennsli í stórám á vef Veðurstofunnar eða öðrum vefjum í opnum aðgangi?

kveðja, Sveinn Ólafsson.

Sveinn Ólafsson, 16.11.2011 kl. 14:17

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Sveinn, prófaðu þetta:

http://vmkerfi.vedur.is/vatn/Index.php

Jón Ragnarsson, 16.11.2011 kl. 15:22

3 identicon

Finnst nú betra að fá 5 stiga hita og logn en 11 stig og rok, mun þægilegra.

Ari (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband