24.11.2011
Fárviðri spáð í Færeyjum
Danska Veðurstofan spáir í kvöld og framan af nóttu "orkan" í Færeyjum. Fárviðri er það upp á Íslensku.
Veðurstofa Íslands varar stundum við stormi (veðurhæð ~21 m/s), einstaka sinnum ofsaveðri (~28 m/s) en sárasjaldan og nærri því aldrei fárviðri sem jafngildir 32-33 m/s.
Lægðin sem um ræðir er bæði kröpp og henni er spáð því að verða 945 hPa í miðju um það bil sem hún rennir sér hjá skammt vestan Færeyja. Það má segja að eiginlega allt virðist ætla að leggjast á versta veg að þessu sinni. Það hversu kröpp lægðin er gerir það að verkum að óveðrið nær vart til Íslands, rétt strýkur austasta hluta landsins í skamma stund. En litlu má þó muna að veðrið nái frekar inn á land.
Ég sýni hér vindaspá sem gildir á miðnætti (25. nóv kl. 00). Hún er fengin frá Reiknistofu í veðurfræði af belgingur.is. Þar er hægt að velja spásvæðið Færeyjar og fylgjast með þróuninni með aðstoð fínkvarða reiknilíkans.
10 mínútna meðalvindinum er spáð yfir 25 m/s í nánast öllum rammanum og yfir eyjunum glittir í svæði 32,5 m/s. Hvernig má líka annað vera þegar gert er ráð fyrir SV 40-45 m/s í lofti, þ.e. um 1.000 metra hæð.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1790126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.