24.11.2011
"Berit" skal hún heita
Norska Veðurstofan hefur nefnt óveðurslægðina sem væntanleg er í kvöld á milli Færeyja og Íslands, Berit. Þá höfum við það. Hún mun herja á Hálogaland og N-Noreg á morgun, ein einkum þó annað kvöld. Eins og áður hefur komið fram er lægðin sérlega skeinuhætt fyrir það hversu kröpp hún er og þá einkum sunnan og austan lægðarmiðjunnar.
SEVERI hitamynd af vef VÍ kl. 14 sýnir skýjakerfi það sem fylgir Berit. Háskýjabreiða nær yfir Ísland, en úrkoma úr henni er lítil og víðast engin. Mesta uppstreymissvæðið er skammt austur af Austfjörðum og nær aðeins inn á landi í kvöld ef af líkum lætur.Snarpasta vindröstin er síðan við afturbeygðu skilin eða við "krókinn" sunnan miðjunnar.
Læt hér fylgja spátexta sem ég sendi til Vegagerðarinnar og er þar sem ábending frá veðurfræðingi á heimasíðu þeirra:
class=""> " Spáð er N og NV-skoti suðaustanlands og á Austfjörðum í kvöld. Dimm hríð á fjallvegum Austfjarða, en krapi í byggð. Gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum, allt að 30-40 m/s frá um kl. 19 til 20 sunnan undir Vatnajökli og áfram austur fyrir Hornafjörð í Berufjörð. Gengur hratt yfir og tekur að lægja upp úr miðnætti."
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.