Loftmynd 26. nóvember

Ljósmyndir frá MODIS af landinu verða nú í mesta skammdeginu markaðar löngum skuggum og bjögun Fljótlega verður birtan of lítil og myndirnar nást alls ekki í desember og fram í janúar.

Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðvísindastofnun Háskólans sendi mér þó þessa frá í gær, laugardaginn 26. nóvember kl. 13:39. Þetta er MODIS mynd frá NASA en Jarðvísindastofnun fær myndina frá Dundee Satellite Receiving Station, þar sem hún hefur verið löguð til og rétt upp.

Landið er meira og minna snævi þakið.  Þó ekki á Skeiðarársandi.  Einnig má greina að snjóhulan er ekki samfelld í innsveitum norðanlands. Einnig má greina snjóleysi við ströndinna sunnanlands og e.t.v. víðar. Sveipurinn úti af Vestfjörðum er skemmtilegur.  Hann myndaðist í kalda loftinu eins og oft gerist yfir opnu hafi og vindur er jafnframt hægur. 

201111261339_rgb.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll Einar. Þú segir um myndina: "þar sem hún hefur verið löguð til og rétt upp."

Geturðu sýnt okkur sömu mynd þar sem þetta hefur ekki verið gert? Gæti verið áhugavert að sjá það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 14:36

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Hún er hálf og rammskökk þegar myndin er sótt beint í grunn MODIS.  Prófaðu slóðina þeirra:

http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/cgi-bin/imagery/realtime.cgi

Finndu mynd þar kl. 13:25 þann 26. nóv. og þá sérðu hvað um er að ræða.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 27.11.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Einar. Ólíkt flottari myndin þegar búið er að eiga við hana

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1788777

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband