30.12.2011
Samanburður í snjóþyngslum í Reykjavík
Vandinn við að bera saman snjó á milli ára felst í því að bæði verður að taka tillit til þess hve alhvítir dagar eru margir og snjódýptin á hverjum tíma.
Hér er skilgreind einskonar snjóvísitala. Hún er í raun einfalt mælitæki og er fundin þannig að meðalsnjódýpt alhvítra daga er margfölduð með fjölda alhvítra daga. Sama niðurstaða fæst líka með því einfaldlega að leggja snjódýptina saman fyrir tiltekið tímabil. Því má líka kalla vísitöluna snjósummu.
Ef mánuður sem telur 31 dag er alvítur upp á hvern einasta dag, en snjódýptin þó aldrei meiri en 1 sm væri summan eða vísitalan 31. Sama gildi fengist ef aðeins einn dagur er með snjó með snjódýpt upp á 31 sm.
Þessi mælikvarði er ágætur til að meta snjóþyngsli einstakra mánaða eða vetrarins í heild sinni. Fyrir desembermánuði frá 1961 í Reykjavík sjáum við að 1984 og 2011 skera sig úr. Fyrir yfirstandandi mánuð vantar síðasta daginn. Þá verða að mælast 40 sm til að jafn töluna frá 1984. Afar ólíklegt er að það náist. Við sjáum líka að í desember 1987 hefur vísitalan gildið 0 og eins 2002.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1788778
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar,
Þetta er áhugavert, en áttu þessar tölur fyrir aðra landshluta?
kv
Helgi
Helgi Thorarensen (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:03
Athyglisvert súlurit Einar. Benda þessi einstöku snjóþyngsli í desember 2011 ekki til þess að það sé að kólna á borginni?
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.