Fallegur er hann Emil, en skelfilegur samt

Óveðurslægðin sem gengið hefur yfir Bretlandseyjar, Norðursjó og Danmörku í dag fékk hjá norsku Veðurstofunni heitið Emil.  Áður hafa verið nefndar Berit (aðfangadagslægðin hér) og Dagmar (jóladagur).

Emil_Metno_3jan2012.jpgEmil er alvörulægð.  Á hádegi var þrýstingur í miðju áætlaður 953 hPa.  Hún sver sig í ætt fyrirrennara sinna að vera hraðfara og kröpp.  Önnur tegund óveðurslægða eru þær sem eru enn dýpri, meira hægfara og víðáttumiklar.  Sú gerðin sem verið hefur ríkjandi síðustu vikurnar er sennilega skeinuhættari hvað tjón áhrærir.  Sérstaklega sunnan miðjunnar þar sem V- og SV-áttin leggst með hraða lægðarinnar og veðurhæð verður umtalsvert meiri fyrir vikið. 

 

Þær sem eru víðáttumeiri og hægfara eru líklegri til að ná upp stormi af SA-, NA- og út í N-átt hér á landi.  Þær eru þegar öllu er á botninn hvolft verri hér hjá okkur en þessar sem nú æða austur um.  Við finnum vart fyrir nokkru af þeirra völdum, jafnvel þó loftþrýstingur sé tiltölulega lágur.  Þessa hraði á lægðakerfunum nú skrifast einkum á reikning þess hvað stutt er í mjög hlýtt loft suður á Atlandshafi og háloftaröstin meiri fyrir vikið.  En vitanlega er kalt loft líka til staðar á okkar slóðum og einkum hér norðvestur og vestur undan. Annars dýpkuðu engar lægðir.  Þegar kuldinn í háloftunum á mestan þátt í dýpkun lægðanna verða þær frekar víðáttumiklar og hægfara (og oftast verri á okar slóðum).  Nú er þvi sem sagt öfugt farið á meðan hlýtt og rakt Atlantshafsloftið í aðalhlutverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á árum áður (fyrir c.a. 10 til 30 árum) þá var maður farinn að fá það á tilfinninguna að ef óvenjuleg hlýindi voru seint á árinu þá endaði það með ofsaveðri.  Ætli háloftaröstin hafi þá legið yfir Íslandi, eða jafnvel fyrir norðan það?   Það virðist sem svo að við höfum haft "Grænlenskt" veðurfar í vetur, kulda og stillur. Hefur Ísland færst "norður" í veðurfarslegu tilliti?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1788778

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband