7.1.2012
Kröftugri leysing í vændum
Með lægðinni sem fer norðaustur um Grænlandssund á morgun fylgir kröftugri leysing en á föstudag. Það er nokkuð ljóst.
Bæði er það svo að hitinn verður hærri og eins nær þessi tunga af mildu og röku Atlantshafslofti í ríkari mæli norður yfir landið.
Byrjar um miðnætti að rigna vestantil og í hámarki verður lýsinginn snemma í fyrramálið, en um miðjan daginn austanlands. Gera má ráð fyrir 5 til 6°C og talsverðri úrkomu. Eins hvöss SA-átt og jafnvel stormur. Á fjallvegum hefst reyndar ballið víða sem snjór eða slydda, en líka þar nær að hlána um tíma.
Óhætt er því að flokka þetta leysingarveður til asahláku, en það blotinn fer hratt hjá, því eftir miðjan daginn kólnar ákvdðið og við sjáum fram á nokkra daga með éljum og snjókomu vestantil í framhaldinu.
En ég vildi ekki vera á ferðinni í nótt og á morgun á meðan hvassviðrið verður og alls ekki þar sem vegir eru svellaðir. Spyrnan er lítil við þær aðstæður og hætt við því hreinlega að bílar fjúki út af þegar vindur blæs og vegurinn er flugháll.
Efra kortið sýnir stöðu mála, þrýstilínur (með 4 hPa millibili) og skil kl. 06 í fyrramálið. Kortið er frá Bresku Veðurstofunni. Greinilegur hlýr geiri á milli hita- og kuldaskilanna sem nær til landsins. Neðra kortið gildir kl. 12 á morgun. Það er HIRLAM-spá af brunni VÍ. Guli liturinn yfir landinu er til marks um frostmarkslínuna upp í 1.000 til 1.200 metra hæð.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna á efri myndinni sé ég hlýjan lægðargeira með öðrum hlýjum geira inní og þar með eru tvöföld hita- og kuldaskil. Bendir væntanlega til þess að lægðin hafi sameinast annarri lægð og úrkomusvæði hennar. Tvöföld gleði og úrkomumagn!
Emil Hannes Valgeirsson, 7.1.2012 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.