"Ekki séð annað eins"

mbl_Golli.jpgFlughálka er það færi kallað þegar blotnar í þjöppuðum snjó eða klaka á vegi.  Víða um land hefur ástandið verið slíkt í morgun og nánast er ófært sums staðar sökum svella.

Frétti fyrr í dag af reyndum mokstursmanni sem sagðist ekki muna annað eins ástand og nú.  Á hans slóðum var erfitt að halda tækinu á veginum þó svo að aðeins hafi verið lúsast áfram. Engir eða afar fáir voru á ferli. Vegfarendur láta líka flestir segjast og taka mark á viðvörunum.  

Verstur er klakinn þar sem umferð er er alla jafna frekar lítil, þá treðst nýr snjór undan hjólum ökutækja og myndar með tímanaum þennan klaka sem við horfum upp á nú.

Nokkrir kaflar þar sem flughálkan hefur verið sérlega slæm í dag eru: Grafningsvegur, Lyngdalsheiði, Barðaströnd, Djúpvegur, frá Egilsstöðum út á Borgarfjörð eystri, Fagridalur og hringvegurinn um A-Skaftafellssýslu. Þá eru margir vegkaflarnir ótaldir. 

Einu hálkuvarnirnar sem duga er að bera sand, en þá má heldur ekki rigna að ráði.  Rigning hefur einmitt líka verið að gera mönnum lífið leitt í dag að þessu leytinu til og þá skolast sandurinn einfaldlega út í kantana.

Sums staðar hefur leysingin sem betur fer náð að eyða klakanum. Vegagerðin hefur líka verið að beita heflum og öðrum þörfum tækjum í því skyni að reyna að rífa klakann upp. Verst er hvað hann er sums staðar þykkur og mikill eftir snjó- og kuldatíðina sem var lengst af í desember á landinu. 

(Myndin er af mbl.is/Golli)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vegheflar ná klakanum ágætlega þegar svona hlýtt er. Klakinn verður meir og næst nokkuð auðveldlega upp með tenntri hefiltönn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2012 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband