Mokaður út úr skafli

Við fréttum af gríðarmikilli snjókomu í Austurísku Ölpunum um síðustu helgi.  Þessa mynd rakst ég á frá Obertauern í Salzburgarhéraði. 

Bíllinn var vissulega mokaður út  en hreinsuninni ekki alveg lokið áður en hægt var að halda af stað !

Þess má geta að víða í vesturhluta Austurríkis snjóaði í logni nær samfellt í á fimmta sólarhring. Mjöllin var því jafnfallin og bíll þessi því ekki dreginn út úr mesta skaflinum, heldur var ástandið þessu líkt heilt yfir. 

398113_279637662089421_100001295678775_745888_314955507_n.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Ári hvað skefur vel í logni af þökunum í Austurríki! 

Birnuson, 24.1.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 1788779

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband