Mikil mæld úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum

ovedurjan12.jpgMjög mikinn snjó setti niður norðantil á Vestfjörðum seinni partinn í gær og einkum þó í nótt.  Í Bolungarvík mældust kl. 09 í morgun 54 mm síðasta sólarhringinn og megnið kom frá því eftir kl. 18 í gær.

Á Flateyri reyndist mælingin vera 47 mm.    Mæst var úrkoman reyndar á Hrauni á Skaga 55 mm.

Þetta er mikið úrkomumagn, ekki síst þegar haft er í huga á snjór hafnar ekki allur í mælana þegar  samtímis blæs að ráði.    Á veðurstöðinni í Bolungarvík var reyndar ekki nema 5-7 m/s lengst af í nótt.  Þó byljótt og hvassara undir lokin í morgun.  Snjódýptin var mæld þar 69 sm í morgun.

Myndin er fengin af Bæjarins Besta, bb.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Eiga þetta að vera mm í færslunni?

Mama G, 26.1.2012 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband