Lokun Hellisheiðar í söguljósi

Tíminn 9. mars 1989.pngVegurinn um Hellisheiði austur fyrir fjall hefur nú verið ófær og lokaður í um sólarhring. Hann verður  brátt opnaður samkvæmt nýjustu fréttum.

Í tilefni snjóþyngslanna hafa einhverjir verið að rifja upp samgönguerfiðleika á þessari leið hér fyrr á árum.  Við leit rakst ég á gamla frétt úr Tímanum frá 9. mars 1989.  Þann vetur var tíðin sérlega leiðinleg og snjóasöm um mest allt land.  Snemma í febrúar gáfust menn upp á að halda Hellisheiðinni opinni og umferð beint um Þrengsli.  Í meðfylgjandi frétt segir að bæði veturna 1983 og 1984 hafi vegur vegurinn verið lokaður vegna snjóa samfellt tvær til þrjár vikur í hvort skipti.    Þeir vetur báðir voru vissulega líka snjóþungir í sögulegu tilliti.

Skýringar starfsmanns Vegagerðarinnar eru samt þær að fjárskortur hafi ráðið mestu um það að menn hafi ekki lagt í að opna veginn þessar 4-5 vikur !

Á 23 árum hafa viðhorf vissulega breyst mikið til þjónustustigs samgangna, vegurinn líka verið lagfærður og tækjakostur orðið öflugri.  Það er hins vegar athyglisvert að þeir sem höfðu mest með fjármuni til þessara mála að gera voru þáverandi fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson og samgönguráðherra sem var Steingrímur J. Sigfússon !  

Þessi nöfn hljóma eitthvað svo kunnuglega þó svo að manni finnist þetta fréttaljós eiginlega vera aftan úr fornöld.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skondið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2012 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og þessir fornaldarskrímsli mættu alveg hverfa af opinberum vettvangi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.1.2012 kl. 00:37

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dínósárar

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2012 kl. 00:47

4 identicon

Samgönguráðherra fyrrihluta árs 1983 var Steingrímur Hermannson, 1984 Matthías Bjarnason

Fjármálaráðherra fyrrihluta árs 1983 var Ragnar Arnalds og 1984 Albert Guðmundsson

Emil (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 02:37

5 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ástandið á Hellisheiði sem hér er um rætt var 1989 Emil. Og fréttin er frá þeim tíma. Engin skýring kemur þarna  fram hversvegna ekki var ráðist í að reyna að halda opnu 1983 og 1984.  Lokunin þá var  styttri, en bagaleg engu að síður því Ósabrúin við Eyrarbakka var þá ekki komin.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 27.1.2012 kl. 08:47

6 identicon

Merkilegt að Sigurður tali um fornaldarskrímsli þar sem hann er sjálfur fornaldarskrímsli..;-)

...en fornaldarskrímsli hafa víst kosningarétt, og eru þau á öllum aldri...;-)

Alli (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband