Hægt að fylgjast með úrkomuframvindu við Boston

Uppsöfnuð úrkoma norðan New York 15. maí

Mér sýnist á veðurkortum að rignt hafi meira og minna á þessum slóðum frá því á föstudag. Ég hef ekki enn hins vegar rekist á neinar tölur um úrkomumagn.  Þessi samfellda rigning er vegna nær kyrrstæðra veðraskila sem liggja þarna yfir ströndina frá hafi nærri Boston.  Skilin berast ekki norðar  þar sem fyrirstöðuhæð norðurundan heftir framrás þeirra.  Á meðan berst látlaust rakt loft af hafi.

Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með þróuninni á síðu sem sýnir úrkomu hverja klst. frá veðurradar sem mér sýnist vera staðsettur við Boston.


mbl.is Búist við miklum flóðum í Massachusetts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, ég fann síðu þar sem úrkomumagn og staða fallvatna eru skráð, http://www.erh.noaa.gov/box/hydroobs2.shtml þarna er hægt að sjá bæði töflur og eins úrkomukort.
Kveðja, Elín Björk.

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 16:28

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sæl Elín ! Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna. Það er hægt að finna nánast allt um veður á netunu, sérstaklega ef það er frá Bandaríkjunum. Set inn kort af uppsafnaðri 24 stunda úrkomu undir færsluna af þessari slóð sem þú bendir á. Þegar þetta er skrifað virðist regnið hafa minnkað mikið, en spáð er nýrri gusu þarna á morgun.

Einar Sveinbjörnsson, 16.5.2006 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband