Fyrsti garðsláttur sérlega snemma

30apríl 2012.jpgÍ rigningarsuddanum síðdegis var mér litið á iðagræna grasflötina fyrir framan húsið hjá mér.  Hún er orðin græn fyrir allnokkru og nú orðin það loðin að ekki verður öllu lengur beðið með fyrst garðslátt.

En halló ! Það er 30. apríl.  Þett er enn eitt merkið um það hversu vel er að vora sunnanlands þetta árið.  Minnir mig á umfjöllun sem ég fletti upp og fann frá vorinu 2008.  Þá fékk ég senda mynd austan af Hornafirði af manni ýta á undan sér garðsláttuvél. (Sjá umfj. hér)  Hún var tekin 7. maí og var send því það þótti sæta talsverum tíðindum hversu fljótt grænkaði þá og vel spratt.

Nefndi það á dögunum að einmitt þetta kvöld í fyrra kyngdi niður þó nokkrum snjó í Reykjavík.  Það miklum að ég komst nokkra hringi á gönguskíðum í Engidalnum við Álftanesgatnamótin.  Það var reyndar í síðasta sinnið sem skíðin voru notuð og ánægjulegt að það skyldi vera í bænum, en ekki uppi á fjöllum.

Með þessari áframhaldandi tíð má fastlega gera ráð fyrir að við fréttir af fyrsta slætti í vorbestu sveitum landsins fyrr en oftast er, jafnvel í lok maí !    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar ég sló grastoppana hjá mér 27. apr. og var undrandi á því hve uppskeran var mikil.

Kveðja Sæmundur.

Sæmundur Ingófsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband