14.5.2012
Vindhviða 57 m/s í Hamarsfirði
Hretið sem nú gengur yfir landið verður að skoðast sem beina afleiðingu þess að mjög djúp lægð fyrir maímánuð fór hér sunnan við landið.
Lægðin náði mestri dýpt nærri Færeyjum um kl. 21 í gærkvöldi. Þá var hún greind um 971 hPa (sbr. kort HIRLAM hér til hliðar kl. 21 í gær. Fengið af vef VÍ.)
Í raun þætti sú dýpt lægðar alls ekki til frásagnar í febrúar eða mars, en í maí er staðan orðin nokkur önnur. Meðalloftþrýstingur hækkar í vetrarlok og nær hámarki í maí. Þá er Grænlandshæð áberandi og tíð og þær lægðir sem eru á ferðinni um Atlantshafið oftast litlar um sig og slappar. Til eru vissulega ágætar undantekningar frá þeirri reglu. Til samanburðar höfum við lægsta mælda þrýstinging á Íslandi í maí (967,3 hPa) sem mældist á Stórhöfða 1956 þann 13. Þá var áþekk lægð og nú á ferðinni, bara heldur nær landinu. Í kjölfarfar hennar gerði líka norðanhret, þó var aðeins minniháttar.
Grænlandshæðin ásamt þessari myndarlegu lægð valda kröftugu aðstreymi af ísköldu heimskautalofti sem ættað er af ísasvæðunum með austurströnd Grænlands.
Austanlands náði veðuhæð hámarki um svipað leyti og lægðin náði sinni fullu dýpt. Í Hamarsfirði fóru hviður á mæli Vegagerðarinnar yfir 50 m/s og sú mesta 57 m/s. Þetta er þekktur staður fyrir heilmikla sviptivinda.
Kastið mun vara fram á morgundaginn og loftkuldinn reyndar lengur. Þegar þurra heimskautaloftið berst yfir opið haf norður af landinu drekkur það í sig raka og þeim mun meiri eftir því sem vindur er meiri. Við lyftingu yfir fjöllin norðanlands losar það seig við rakann í formi élja eða snjókomu, einna helst þá við Siglufjörð og utanverðan Eyjafjörð, en einnig austur með norðurströndinni.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 1788778
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veist þú um einhverja töflu sem sýnir á svipaðan hátt og sýnt er hjá Norðmönnum http://www.yr.no/nyheter/1.8131723hvenær sumarið kemur á mismunandi stöðum á Íslandi? Skemmtilegt pæling finnst mér
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 12:45
„...mjög djúp lægð fyrir maímánuð...“. Hvað þýðir þetta?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.