Öskufok á Mýrdalsjökli

MODIS 28.maí kl. 12:35.pngÉg veitti því athygli á mjög skýrri tunglmynd frá í gær (28. maí) kl. 12:35 að yfir Mýrdalsjökli austan- og norðanverðum er gráleit slikja á meðan Vatnajökul er mjallahvítur ef skriðjökulsjaðrarnir eru undanskyldir.

Þetta er ekki gosaska á jöklinum, hún er komin á kaf undir nýsnævi.  Í fréttum á dögunum var greint frá leiðangri þar sem borað var einhverja 20 metra niður í snjóinn þar til komið var niður á lag af eldfjallaösku sem féll á jökulinn.

Gráminn stafar af öskufoki úr austri. Dagana 20. til 22. maí eða þar um bil var strekkingur af austri og greint frá miklu öskumistri á Síðu og í Skaftártungu.  Um Grímsvatnaösku er að ræða.  Hún settist þessa daga í nýjan snjóinn í Mýrdalsjökli og í það miklum mæli að fokefnin náðu að lita jökulinn. 

Sé skoðuð mynd frá því fyrr eða frá 14. maí má greina að jökullinn virðist vera mun hreinni og laus við ösku í yfirborði.  Í það minnsta í það litlum mæli að ekki kemur fram á þessum MODIS-myndum sem báðar eru í 500 metra upplausn.  Í millitíðinni og til 28. maí hefur greinilega tekið upp mikinn snjó í hlíðum Eyjafjallajökuls og eins við suðurjaðar Mýrdalsjökuls. MODIS 14. maí 2012.png

Sjálfur hafði ég útsýni til Mýrdalsjökuls úr vestri, þ.e. úr Þórsmörk og Fljótshlíð að greinilegur "öskuskítur" var í snjónum og þá helst ofantil.  Vestanverður jökulinn (Krossárjökull) hafði síður orðið fyrir barðinu á fjúkinu heldur en austantil þegar stuðst er við blæbriðgamun lita á ljósmyndinni.

Á meðan öskugorinn í jöklinum er þunnur og glittir í ís á milli flýtir hann mjög fyrir bráðnun jökulíssins þegar sólin nær að skína. Það er að segja sama sumarið.  Veturinn á eftir kaffærist allt í nýjum snjó.  Ef öskufjúkið af Síðuafrétt og úr Fljótshverfi verður viðvarandi næstu sumur mun það koma fram sem greinileg lagskipting í ísalögum Mýrdalsjökli og varðveitast þannig í áratugi eða þar til þau skríða niður til á leysingasvæða jökulsins og renna þar saman.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband