Hvar á norðurhveli er kæfandi hiti ?

rhavn241.gifLítið hefur farið fyrir fréttum á þessu sumri af kæfandi hita einhvers staðar í veröldinni.  Ef til vill er tíminn ekki alveg kominn, frekar í júlí sem von er á hitabylgjum á meginlandi Evrópu, í Asíu eða N-Ameríku.  Með þess lags hitabylgju á maður við þrúgandi sumarhita um og yfir líkamshita og norðægum slóðum þar sem slíkt ástand endurtekur sig á nokkurra ára eða áratuga fresti.

Í fyrra voru fréttir um þetta leyti af hitum í Austur-Evrópu og Rússlandi.  Nú er heins vegar tiltölulega svalt þar um slóðir.

Það er helst í Mið-vestur fylkjum Bandaríkjanna sem hægt er að tala um raunverulega sumarhita þessa dagana og síðan í Rússlandi austan Úralfjallana í Vestur-Síberíu.  Frá báðum þessum stöðum berast sjaldnast fregnir af veðurlagi, nema þegar náttúruhamfarir af völdum veðurs ganga yfir. 

montana.jpgÁ meðfylgjandi spákorti frá GFS í Bandaríkjunum og birt er á Wetterzentrale.de, er Norðurpóllinn fyrir miðju og Ísland blasir á þægilegum stað. Það gildir á mánudag (25. júní) kl. 00.  Hæð 500hPa flatarins er lituð og segja má að eftir því sem rauði liturinn er meira áberandi er loftmassinn hlýrri.  Hæðin nær 600 dm austan Klettafjallanna, sem telst með hærri gildum sem sjást fyrir þessa stærð.  Hitinn í lægri lögum teygir sig til norðurs frá hámarkinu og í landamærafylkinu Montana við Kanada er þannig spáð um og yfir 40 stiga hita næstu daga í stærstu borginni Billings sem er í tæplega 1.000 metra hæð. Það má því teljast liklegt að ferðamenn á slóðum Yellowstone og fleiri stöðum strórbrotinnar náttúru vilji sækja hærra uppí Klettafjöllinn og sækja þannig í aukinn svalan þar uppi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1788777

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband