Fyrstu raunverulegu sumardagarnir

MODIS_23June2012_1330.pngSíðustu dagar hafa verið sérdeilis blíðir og góðir sumardagar og útlit er fyrir áframhaldandi veðurlag fram á fimmtudag.  Breytingar svo sem enn ekki skýrar eftir það og þess vegna gæti veðurlag með einkenni af háum loftþrýstingi og þurru veðrir áfram verið viðvarandi.

MODIS-myndin er frá í gær kl. 13:30. Þá fór hitinn í um 21 til 22°C á nokkrum stöðum, s.s. eins á Reykjum í Fnjóskadal og á Húsafelli.  Hitinn verður ekkert mikið hærri en þetta á landinu við þær aðstæður sem nú ríkja.  Það er áttleysa og hafgola við sjóinn.

Menn geta alveg verið mér ósammála þegar ég segi að raunverulegt sumar hafi hafist á sumarsólstöðum 20.-21. júní.  Um það leyti gerðist tvennt sem markar tímamót í þessum efnum.  Í fyrsta lagi var 22. júní fyrsti dagurinn í sumar þar sem ekki mældist nokkurs staðar næturfrost á landinu, en næturkuldi hefur verið óvenju þrálátur og hvimleiður til þessa. 

Hitt atriðið snýr að hálendinu en það er ekki fyrr en allra síðustu daga sem þar hefur hlýnað að marki.  Þannig hefur sólarhringsmeðaltal hita á Hvravöllum síðustu tvo daga náð 10 stigum, en það er óbrigðult merki þess að þar sé komið sumartíð. Í fyrra var kalt í júní og ekki fyrr en 4. júlí sem sólarhringsmeðaltala hita náði fyrst 10°C í á Hveravöllum.

Þetta markar í mínum tíma upphaf miðsumars sem mun að öllum líkinum vara fram yfir miðjan ágúst og kannski lengur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýtt í Scoresbysundi í gær eða ein 15 stig og 11 í morgun kl 6. Vantar vindupplýsingar þaðan síðan í fyrra.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 1788776

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband