Jökulsá á Fjöllum ađ komast í sitt sumarrennsli

Jökulsá á Fjöllum 2012/VÍ.pngJöklaleysing er nú ađ komast á fullt sem sést vel međ ţví ađ rýna í rennslistölur jökulfljótanna.  Jökulsá á Fjöllum er í sérstöku uppáhaldi hjá mér í ţeim efnum.  Bćđi er vatnasviđiđ stórt jökli og skammvinn rigning hefur minni truflanir en á flest önnur vatnsföll.  Ţar fyrir utan en rennsli Jökulsár á Fjöllum ótruflađ međ öllu.

Vatnsmćlinn viđ Grímsstađi sýndi hámarks rennsli gćrdagsins nćrri 315-320 rúmmetrar á sekúndu og ţađ fer nú vaxandi međ hverjum deginum. Línuritiđ af vef VÍ sýnir rennsliđ frá 13. júní. Vatnsmagniđ stendur í beinu samhengi viđ ísbráđnun uppi á Dyngjujökli (og ađ hluta einnig úr Brúarjökli).  Í fyrrasumar var áţekku hámarksrennsli dagsins ekki náđ fyrr en um 12.-13.júlí. Ţá var líka enn kaldara fram eftir öllu sumri en nú hefur veriđ. 

Viđ samanburđ fyrri ára má sjá á vatnafarssíđu Veđurstofunnar sem ég hvet lesendur til ađ kynna sér, ađ hlutfalstala rennslis sé  rúmlega 90%.  Ţađ ţýđir ađ í 1 ári af hverjum 10 hefur rennsliđ veriđ meira á ţessum árstíma en nú er.  Ţví má segja ađ leysingin fari af stađ af krafti síđustu daga eftir kalt vor.  

Hafa verđur í huga ađ sólgeislunin sjálf á ríkan ţátt í bráđnun, en mjög sólríkt hefur veriđ ađ undanförnu eins og viđ vitum.  Jökulsporđurinn er jafnfram óhreinn af ösku eins og sjá hefur mátt á tunglmyndum ađ undanförnu.  Stór hluti vatnasviđsins á jökli er ţó enn hulinn tiltölulega hreinum og endurkastandi nýsnjó.  Annars vćri bráđnunin orđinn enn meiri.  Hann er hins vegar á hröđu undanhaldi og "óhreini" hlutinn stćkkar stöđugt.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1788777

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband