2.8.2012
Hlýr og sólríkur júlí
Hún ætlar ekki af okkur að ganga með sumarveðráttuna 2012. Nýliðinn júlí var bæði hlýr og sólríkur eins og má lesa nánar um í yfirliti Veðurstofunnar. Þó enga skilgreinda hitabylgju hafi gert í mánuðinum var hann engu að síður allur í hlýrra lagi. Athyglisverðast er vitanlega jöfnun á meðalhitameti í Vestmannaeyjum en ætlað er að álíka hlýtt hafi verið annálað gæðasumar 1880.
Á meðan við höfum upplifað þessa fínu sumarveðráttu, kvarta Skandinavíar undan ótíð og eins Bretar. Veðurstofur Noregs og Danmerkur segja þannig báðar að nýliðinn júlí hafi verið bæði markvert undir meðalhita og eins verið mjög vætusamt, einkum á það nú við um Noreg og hafa verður þá í huga að mörg undanfarin sumur hafa verið úrkomusöm í N- og V-Evrópu.
En hvað með sumarið í heild sinni ? Trausti Jónsson gerir að umtalsefni hve sólríkt hafi verið frá því í maí og sýnir tölulega fram á hve afbriðgilegir þessir þrír mánuðir (maí-júní) eru orðnir í miklu sólskini bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Verður sumarið 2012 eitt af þessum allra bestu sumrum sem við þekkjum m.t.t. hita og sólar síðustu 150 árin eða svo ? Undanfarin ár hefur verið hálfgerð fýla norðaustna- og austanlands að sumrinu , en nú breðgur við að þar er hefur tíðin ekki verið síðri en annars staðar, svona lengst af. Við erum hálfnuð með sumarið í skilningi veðurfarsins, en það nær frá júní til september. Sumrin 1939, 2003 og 2010 sem eru með þeim allra, allra bestu einkenndust m.a. af því hversu tíðin hélst góð langt fram í september. 1939 og 2003 gerði ágætar hitabylgjur, þá sérstaklega 1939. (Ágústsvækjan sem margir minnast var 2004 en ekki 2003 !).
Þó undanfarin sumur hafi verið frekar þurr, rétt eins og nú hefur einkennt þau að um miðjan ágúst er eins og einhver tegund "monsúns" hellist yfir með rigningartíð fram á haust. Vitanlega er þetta ekki einhlítt og nú er kannski mesta spennan að sjá hvort hér leggist í rigningar og lægðagang þegar líður á ágúst eða hvort veðrátta 2011 endurtaki sig, en þá hélst þurrviðrið að mestu fram í september á landinu og vestantil enn lengur.
En það er kannski frekt að biðja um almennilega hitabylgju svo þetta sumarið toppi nú flest það sem við höfum séð hingað til. Svo má líka rigna aðeins....
(Ljósmyndin er tekin á dæmierðum júlídegi (þ.9) við Breðafjörðinn þar sem lengst af mátti bæði spegla sig í sjónum og gefa að líta allan Snæfellsnesfjallgarðinn)
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1788776
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það sem af er sumars ekkert verulega sérstakt, a.m.k. í Reykjavík, miðað við ýmis þau þrumusumur sem komið hafa síðustu svona tíu árin, bæði einstaka sumarmánuði og heilu sumrin. Skil ekki þetta tal um að þetta sumar sé að slá öllu öðru við en það heyrist víða. Merkilegast finnst mér þetta Vestmannaeyjadæmi. En þetta er auðvitað gott sumar en það sem af ekkert í flokki þeirra allra bestu að mínum dómi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2012 kl. 19:35
Eindæma veðurblíða hér í Reykjavík í sumar, það segi ég af reynslu, enda verið úti við í nánast allt sumar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu...
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.8.2012 kl. 02:34
Hér í höfuðstað Norðurlands hefur verið einstakt góðviðri í sumar, eins og sólskinstölur bera með sér. Engar hitabylgjur og í sjálfu sér ekki tiltakanlega heitt. Oft hefur sólfarsvindur kulað af hafi en sunnan undir vegg er þetta trúlega eitt með allra bestu sumrum, þurttm hægviðrasamt og sólríkt.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.