21,8°C į Kollaleiru ķ Reyšarfirši kl. 07

Žau gerast vart meiri hlżindin į landinu.  Mig rak hreinlega ķ rogastans aš sjį aš hitinn į Kollaleiru ķ botni Reyšarfjaršar var kominn ķ 21,8°C strax kl. 7 ķ morgun !

Enginn įstęša er til annars en aš ętla aš žessi męling sé rétt enda er 18 til 19 stig į flestum nęrliggjandi stöšvum į fjallvegunum s.s. eins į Oddsskarši męldust 18°C.

Žį fór hitinn ķ 23°C į Dalatanga ķ snarpri V-golu ķ stutta stund į į milli kl. tvö og žrjś ķ nótt.

Į Akureyri sżnist mér aš lįgmarkshiti nęturinnar hefi veriš um 17°C !!

Bķšum žó birtingu lįgmarksmęlingar žašan eftir kl. 09.

Žetta er eitthvaš fyrir vešurmetafręšingana aš skoša.  Hver skyldi hann nś vera hęsti męldi  lįgmarkshiti dagsins ? 

Uppfęrt kl. 09:50.  Lęgsti hiti į Akureyri (Lögreglustöšinni) reyndist 17,2°C nótt.  Ķ žessari töflu frį Vešurstofunni mį finna töluna 19,5°C sem hęsta lįgmarkshita frį Vatnsskaršshólum ķ hitabylgjunni ķ įgśst 2004 (11. įg).


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 58
  • Frį upphafi: 1788776

Annaš

  • Innlit ķ dag: 8
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir ķ dag: 8
  • IP-tölur ķ dag: 6

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband